Eðlileg þróun hjá smærri þjóðum

Dagmál | 15. maí 2023

Eðlileg þróun hjá smærri þjóðum

„Það er eðlilegt að það komi ákveðin niðursveifla hjá smærri þjóðum eins og Íslandi og það gerðist líka hjá Noregi og Danmörku,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Eðlileg þróun hjá smærri þjóðum

Dagmál | 15. maí 2023

„Það er eðlilegt að það komi ákveðin niðursveifla hjá smærri þjóðum eins og Íslandi og það gerðist líka hjá Noregi og Danmörku,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

„Það er eðlilegt að það komi ákveðin niðursveifla hjá smærri þjóðum eins og Íslandi og það gerðist líka hjá Noregi og Danmörku,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Hareide, sem er 69 ára gamall, tók við þjálfun íslenska liðsins í síðasta mánuði af Arnari Þór Viðarssyni en hann hefur einnig stýrt landsliðum Noregs og Danmerkur á ferlinum.

„Blandan í hópnum núna er mjög góð og við erum með reynda leikmenn í blanda við unga leikmenn sem eru allir mjög hæfileikaríkir,“ sagði Hareide.

„Það þarf að vera ákveðið jafnvægi á landsliðum á milli líkamlega sterkra leikmanna og svo leikmanna sem eru mjög sterkir með boltann,“ sagði Hareide meðal annars.

Viðtalið við Åge Hareide í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson eru á meðal …
Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson eru á meðal reynslumesta leikmanna íslenska landsliðsins í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is