Fór allt úrskeiðis eftir mjög erfiða fæðingu

Dagmál | 19. maí 2023

Fór allt úrskeiðis eftir mjög erfiða fæðingu

„Þegar ég horfi til baka þá var ég mikið að hugsa um fæðinguna, alla meðgönguna, og við fórum í mörg viðtöl við fæðingarlækna,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistarinn og körfuboltakonan Embla Kristínardóttir í Dagmálum.

Fór allt úrskeiðis eftir mjög erfiða fæðingu

Dagmál | 19. maí 2023

„Þegar ég horfi til baka þá var ég mikið að hugsa um fæðinguna, alla meðgönguna, og við fórum í mörg viðtöl við fæðingarlækna,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistarinn og körfuboltakonan Embla Kristínardóttir í Dagmálum.

„Þegar ég horfi til baka þá var ég mikið að hugsa um fæðinguna, alla meðgönguna, og við fórum í mörg viðtöl við fæðingarlækna,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistarinn og körfuboltakonan Embla Kristínardóttir í Dagmálum.

Embla, sem er 27 ára gömul, eignaðist sitt annað barn um mitt síðasta sumar en fæðingin og allt sem henni fylgdi gekk ekki áfallalaust fyrir sig.

Hún snéri svo aftur á körfuboltavöllinn eftir áramót og var í lykilhlutverki þegar Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Keflavík í úrslitum.

Var með slæma tilfinningu

„Ég var alltaf með tilfinningu um að það myndi eitthvað gerast og ég bað um að fara í valkeisaraskurð en fékk neitun,“ sagði Embla.

„Þegar fæðingin byrjar um kvöldið, og ég var orðin þreytt, þá bað ég um keisaraskurð og þá fékk ég líka neitun. Svo líður einhver hálftími, púlsinn var dottinn niður, og þá fæ ég að fara í keisaraskurð.

Barnið er svo tekið og ég fer strax í aðgerð á leginu og í þeirri aðgerð er saumað í þvagleiðarann hjá mér. Hann stíflast og nýrað á mér bólgnar upp og ég þarf að fara í nokkrar aðgerðir.

Það fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis og það var því mjög sætt að lyfta dollunni í vor eftir allt sem á undan var gengið,“ sagði Embla meðal annars.

Viðtalið við Emblu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Embla í baráttunni í úrslitaeinvíginu gegn Keflavík í vor.
Embla í baráttunni í úrslitaeinvíginu gegn Keflavík í vor. mbl.is/Kristinn Magnusson
mbl.is