Loftvarnirnar valda kaflaskiptum

Úkraína | 22. maí 2023

Loftvarnirnar valda kaflaskiptum

Segja má að kaflaskipti hafi orðið í hernaðarsögunni í síðustu viku þegar Úkraínumenn náðu að standa af sér tvær af stærstu eldflaugaárásum sögunnar aðfaranótt þriðjudags og miðvikudags.

Loftvarnirnar valda kaflaskiptum

Úkraína | 22. maí 2023

Tvær rússneskar MiG-31-orrustuþotur fljúga hér yfir Rauða torgið í Moskvu …
Tvær rússneskar MiG-31-orrustuþotur fljúga hér yfir Rauða torgið í Moskvu á sigurdaginn 9. maí 2018, með Kinshal-eldflaugar á skrokknum. Eldflaugarnar áttu að vera eitt helsta krúnudjásnið í vopnabúri Rússa. AFP/Kirill Kudryavtsev

Segja má að kaflaskipti hafi orðið í hernaðarsögunni í síðustu viku þegar Úkraínumenn náðu að standa af sér tvær af stærstu eldflaugaárásum sögunnar aðfaranótt þriðjudags og miðvikudags.

Segja má að kaflaskipti hafi orðið í hernaðarsögunni í síðustu viku þegar Úkraínumenn náðu að standa af sér tvær af stærstu eldflaugaárásum sögunnar aðfaranótt þriðjudags og miðvikudags.

Rússar skutu þá urmul eldflauga að Kænugarði, og voru allar skotnar niður eða gerðar óvirkar af loftvarnarkerfum borgarinnar fyrra kvöldið. Var þar um að ræða átján eld- og stýriflaugar, sem skotið var með stuttu millibili úr nokkrum mismunandi áttum á borgina í því skyni að eldflaugarnar myndu yfirgnæfa loftvarnir hennar. Þess í stað var þeim öllum grandað, auk þess sem níu drónar voru einnig skotnir niður.

Næsta kvöld sendu Rússar 30 stýriflaugar af ýmsum gerðum og fjóra dróna á höfuðborgina, og voru 29 af 30 eldflaugum skotnar niður og allir drónarnir fjórir.

Eldflaugunum var sérstaklega beint að Patriot-loftvarnarkerfinu, sem Bandaríkjamenn létu Úkraínumenn fá fyrr á árinu, en árangurinn var ekki meiri en svo að einungis einn af eldflaugavögnum kerfisins skaddaðist lítillega fyrra kvöldið.

Reyndust þakplötur hafa losnað þegar brak úr einni eldflauginni lenti á þeim, og lentu plöturnar á vagninum. Var búið að gera við hann innan við sólarhring eftir að árásinni lauk, og er kerfið því enn starfhæft, þvert á fullyrðingar rússneska varnarmálaráðuneytisins, sem sagðist hafa náð að eyðileggja hið rándýra loftvarnarkerfi.

Krúnudjásnið skotið niður

Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli er að Patriot-kerfið náði að skjóta niður sex Kinshal-eldflaugar, en þær eru ofurhljóðfráar, þ.e. þær ferðast á um tíföldum hraða hljóðsins að skotmarki sínu. Höfðu Rússar áður gert mikið úr mikilvægi eldflauganna, en þeir sögðu að hinn mikli hraði sem þær geta náð ætti að tryggja að ekkert loftvarnarkerfi stæðist þeim snúning. Eru eldflaugarnar sagðar mikilvægur þáttur í kjarnorkuvopnabúri Rússa, sem vilji geta nýtt þær til þess að skjóta svonefndum „vígvallarkjarnorkuvopnum“ (e. tactical nuclear weapon) á viðeigandi skotmörk.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is