Ekki allt sem sýnist með veltu bréfa Marel

Dagmál | 25. maí 2023

Ekki allt sem sýnist með veltu bréfa Marel

„Lenskan hér, og er raunar orðin regla á Íslandi að hver einustu verðbréfaviðskipti sem eiga sér stað á skráðum gjörningum, hvort sem viðskipti með þau eiga sér stað inni á markaðnum eða á skrifstofu þá eru þau prentuð inn í Kauphöll Íslands. Þannig að sýnileikinn gagnvart almenningi er 100%. Í Skandinavíu er  sýnileikinn svona 80%. Hvað okkar bréf varðar í Amsterdam þá er 5-10 sinnum meiri velta í Blackpool-markaði en inni í kauphöllinni.“

Ekki allt sem sýnist með veltu bréfa Marel

Dagmál | 25. maí 2023

„Lenskan hér, og er raunar orðin regla á Íslandi að hver einustu verðbréfaviðskipti sem eiga sér stað á skráðum gjörningum, hvort sem viðskipti með þau eiga sér stað inni á markaðnum eða á skrifstofu þá eru þau prentuð inn í Kauphöll Íslands. Þannig að sýnileikinn gagnvart almenningi er 100%. Í Skandinavíu er  sýnileikinn svona 80%. Hvað okkar bréf varðar í Amsterdam þá er 5-10 sinnum meiri velta í Blackpool-markaði en inni í kauphöllinni.“

„Lenskan hér, og er raunar orðin regla á Íslandi að hver einustu verðbréfaviðskipti sem eiga sér stað á skráðum gjörningum, hvort sem viðskipti með þau eiga sér stað inni á markaðnum eða á skrifstofu þá eru þau prentuð inn í Kauphöll Íslands. Þannig að sýnileikinn gagnvart almenningi er 100%. Í Skandinavíu er  sýnileikinn svona 80%. Hvað okkar bréf varðar í Amsterdam þá er 5-10 sinnum meiri velta í Blackpool-markaði en inni í kauphöllinni.“

Þetta segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel sem er nýjasti gestur viðskiptahluta Dagmála.

Segir hann að hinn svokallaði Balckpool-markaður sé í raun viðskiptakerfi milli enskra og hollenskra banka þar sem viðskipti með verðbréf fara fram.

„Síðasta fimmtudag held ég að veltan í Amsterdam hafi verið 100 þúsund bréf, jafnvel minna á meðan veltan á Blackpool voru fjórar milljónir, meira en hér á Íslandi,“ útskýrir Árni Oddur.

Af hverju eru menn að eiga þessi viðskipti á gráum markaði?

„Hann er töluvert sýnilegur. Til dæmis hafa íslensku bankarnir aðgang að því en það fer ekki inn í kerfin og viðmiðunarkerfin miðast við það sem er inni á markaðnum. Þetta er líka eggið og hænan. Þegar það verða mikil viðskipti inn á Blackpool þá verða minni viðskipti inni á verðbréfamarkaðnum og öfugt. Þannig að þetta hefur verið að aukast mjög mikið. Væntanlega byrjar þetta líka þannig að bankarnir vilja ekki vera að borga þóknun til verðbréfaskráningar og kauphallar heldur taka það sjálfir. En fyrir virkni verðbréfamarkaðar er miklu betra að hafa þetta inni á markaðnum,“ segir Árni Oddur.

Viðtalið við Árna Odd má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is