Lavrov fundar með sendifulltrúa Kínverja

Úkraína | 25. maí 2023

Lavrov fundar með sendifulltrúa Kínverja

Li Hui, sendifulltrúi Kínverja í Úkraínu, á skipulagðan fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu á morgun.

Lavrov fundar með sendifulltrúa Kínverja

Úkraína | 25. maí 2023

Lavrov fundar með Li Hui á morgun.
Lavrov fundar með Li Hui á morgun. AFP/Russian Foreign Ministry

Li Hui, sendifulltrúi Kínverja í Úkraínu, á skipulagðan fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu á morgun.

Li Hui, sendifulltrúi Kínverja í Úkraínu, á skipulagðan fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu rússneska utanríkisráðuneytisins. 

Li fundaði með Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í Kænugarði 17. maí. Þar var friðaráætlun Kínverja til umræðu. Í tilkynningu úkraínska utanríkisráðuneytisins kemur fram að Kúleba hafi á fundinum ítrekað fyrri afstöðu Úkraínumanna. 

Úkraína samþykkir engar tillögur sem fela í sér að landið glati landsvæði sínu eða að átökin verði fryst,“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is