Það tók Ljósið 15 ár að komast á fjárlög

Dagmál | 30. maí 2023

Það tók Ljósið 15 ár að komast á fjárlög

Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, komst ekki á fjárlög fyrr en fimmtán árum eftir stofnun. Miðstöðin er engu að síður skilgreind sem heilbrigðisstofnun og er nánast flæðilína frá Landspítalanum og fleiri sjúkrastofnunum til Ljóssins.

Það tók Ljósið 15 ár að komast á fjárlög

Dagmál | 30. maí 2023

Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, komst ekki á fjárlög fyrr en fimmtán árum eftir stofnun. Miðstöðin er engu að síður skilgreind sem heilbrigðisstofnun og er nánast flæðilína frá Landspítalanum og fleiri sjúkrastofnunum til Ljóssins.

Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, komst ekki á fjárlög fyrr en fimmtán árum eftir stofnun. Miðstöðin er engu að síður skilgreind sem heilbrigðisstofnun og er nánast flæðilína frá Landspítalanum og fleiri sjúkrastofnunum til Ljóssins.

Nú nemur framlag ríkisins um 250 milljónum króna sem dugar ekki einu sinni fyrir rekstrinum, hvað þá að afgangur sé til að ráðast í framkvæmdir. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra og stofnandi Ljóssins, segist hafa árum saman leitað ásjár þeirra heilbrigðisráðherra sem hafa verið við völd. Það var ekki fyrr en árið 2020 þegar Svandís Svavarsdóttir gegndi embættinu að hlustað var á þörfina. Willum Þór Þórsson sem nú er ráðherra heilbrigðismála var þá í forsvari fyrir fjárlaganefnd og komst Ljósið þá á fjárlög eftir fimmtán ára þrautagöngu.

Nú liggur hins vegar fyrir að húsnæði Ljóssins er orðið allt of lítið. Erna metur það sem svo að kostnaður við þau áform og að koma starfseminni í fullnægjandi aðstöðu sé í kringum einn milljarð króna. Átakið hefur gengið vel og hún ítrekar þakklæti fyrir fjárframlög bæði frá ríki og fyrirtækjum og einstaklingum. En betur má ef duga skal.

Dagmál í dag fjalla um stöðu Ljóssins og viðmælendur eru þær Erna Magnúsdóttir og Hulda Halldóra Tryggvadóttir sem nú er í þeirri bómull sem Ljósið býr sínu fólki.

Fram undan er mikil aukning á greiningum á krabbameini eftir því sem okkar færustu sérfræðingar telja. Starfsemi Ljóssins mun því bara aukast og fleiri leita í það skjól sem þar er í boði.

Átakið Klukk, þú ert´ann miðar að því að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Hér að ofan má sjá brot úr þætti dagsins en þátturinn í heild er aðgengilegur fyrir áskrifendur.

mbl.is