Hálfgert djók að vera ekki valinn í HM-hópinn

Dagmál | 4. júní 2023

Hálfgert djók að vera ekki valinn í HM-hópinn

„Mér fannst það hálfgert djók,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Hálfgert djók að vera ekki valinn í HM-hópinn

Dagmál | 4. júní 2023

„Mér fannst það hálfgert djók,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

„Mér fannst það hálfgert djók,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar Örn, sem er 33 ára, á að baki 32 A-landsleiki en hann var hvorki valinn í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016 né í lokahópinn fyrir HM 2018 í Rússlandi líkt og margir bjuggust við.

„Það er eðlilegt að þjálfarar fíli ákveðnar týpur af leikmönnum en það voru þrír til fjórir framherjar valdir í hópinn fyrir HM,“ sagði Viðar Örn.

„Ísland spilaði ákveðna tegund af fótbolta og þjálfaranum fannst kannski aðrir leikmenn henta betur í það.

Þetta breytir engu í dag en ég er ósammála valinu því ég var á frábærum stað á mínum ferli á þessum tímapunkti,“ sagði Viðar Örn meðal annars.

Viðtalið við Viðar Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is