Gott að geta brosað aðeins og hlegið

Dagmál | 18. nóvember 2023

Gott að geta brosað aðeins og hlegið

„Ég er nokkuð góður miðað við aðstæður og við fjölskyldan tökum einn dag í einu,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Gott að geta brosað aðeins og hlegið

Dagmál | 18. nóvember 2023

„Ég er nokkuð góður miðað við aðstæður og við fjölskyldan tökum einn dag í einu,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

„Ég er nokkuð góður miðað við aðstæður og við fjölskyldan tökum einn dag í einu,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Grindavík en hann, líkt og aðrir íbúar bæjarins, þurfti að yfirgefa heimili sitt á föstudaginn var vegna jarðhræringa og hættu á eldgosi.

Stoð og stytta fyrir fjölskylduna

Karlalið Grindavíkur tekur á móti Hamri í 7. umferð úrvalsdeildar karla í dag í Smáranum í Kópavogi klukkan 17 en til stóð að leikurinn myndi fara fram í Grindavík.

„Það var eins og við værum ekki búnir að hittast í þrjá mánuði þegar við hittumst á fyrstu æfingunni í vikunni eftir að bærinn var rýmdur,“ sagði Ólafur.

„Maður reynir að vera stoð og stytta fyrir fjölskylduna en þetta er erfitt. Það var því mjög gott að komast á æfingu, gleyma sér, brosa aðeins og hlæja,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Grindvíkingar mæta Hamri í úrvalsdeildinni síðar í dag.
Grindvíkingar mæta Hamri í úrvalsdeildinni síðar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is