Á erfitt með svefn og kíkir reglulega í símann

Dagmál | 20. nóvember 2023

Á erfitt með svefn og kíkir reglulega í símann

„Maður hefur átt erfitt með svefn,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Á erfitt með svefn og kíkir reglulega í símann

Dagmál | 20. nóvember 2023

„Maður hefur átt erfitt með svefn,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

„Maður hefur átt erfitt með svefn,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Grindavík en hann, líkt og aðrir íbúar bæjarins, þurfti að yfirgefa heimili sitt á föstudaginn var vegna jarðhræringa og hættu á eldgosi.

Vaknar reglulega á næturnar

„Ég vakna reglulega á næturnar og kíki í símann,“ sagði Ólafur.

„Fyrir mig er síminn ákveðið aðdráttarafl fyrir hugann og maður er alltaf að kíkja á vefmyndavélarnar, hvort það séu einhverjir nýir skjálftar eða hvort það sé hreinlega byrjað að gjósa,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuknattleik.
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuknattleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is