Jólabókaflóðið er einstakt í veröldinni

Dagmál | 20. nóvember 2023

Jólabókaflóðið er einstakt í veröldinni

Jólabókaflóðið sem hvert mannsbarn á Íslandi kannast við er brostið á. Þetta árlega menningartímabil er hins vegar eitthvað sem fólk í öðrum löndum á erfitt með að trúa og jafnvel öfundast yfir.

Jólabókaflóðið er einstakt í veröldinni

Dagmál | 20. nóvember 2023

Jólabókaflóðið sem hvert mannsbarn á Íslandi kannast við er brostið á. Þetta árlega menningartímabil er hins vegar eitthvað sem fólk í öðrum löndum á erfitt með að trúa og jafnvel öfundast yfir.

Jólabókaflóðið sem hvert mannsbarn á Íslandi kannast við er brostið á. Þetta árlega menningartímabil er hins vegar eitthvað sem fólk í öðrum löndum á erfitt með að trúa og jafnvel öfundast yfir.

Gestir Dagmála í dag eru úrgefendurnir María Rán Guðjónsdóttir frá Angústúru og Pétur Már Ólafsson frá Bjarti & Veröld. Umræðuefnið er bækur og sjálft jólabókaflóðið. Pétur Már segir það einstakt í veröldinni að í tvo mánuði snúist nær öll menningarumræða um bækur. Hann segir útgefendur í öðrum löndum eiga erfitt með að trúa þessu og margir leyfa sér að öfunda íslenska starfsbræður sína vegna þessa. María Rán tekur undir þetta og upplýsir að fyrir nokkrum dögum hafði samband við hana blaðamaður frá Belgíu sem vildi forvitnast um íslenska bókaflóðið. Fyrsta spurningin var hvort þetta væri rétt.

Pétur Már vill reyndar tala um jólabókatíð þar sem orðið flóð er frekar neikvætt. Vandséð er að það breytist. En hvernig kom það til að Íslendingar tala bara um bækur í tvo mánuði, þegar kemur að menningu? Pétur Már er með kenningu um hvað leiddi til þessa.

Allt um jólabókaflóðið í Dagmálum Morgunblaðsins. Útgefendurnir ræða líka handritin sem ekki fá brautargengi eða náð fyrir augum útgefandans. Þurfa okkar bestu rithöfundar aðstoð og ritstjórn eða mæta þau bara með handritið undir hendinni?

Verð á bókum og aðgerðir stjórnvalda til að tryggja framgang bókarinnar, ber á góma eins og svo margt annað í þessum þætti. Hann er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is