„Gæti farið svo að við fáum aldrei að fara aftur heim“

Dagmál | 21. nóvember 2023

„Gæti farið svo að við fáum aldrei að fara aftur heim“

„Foreldar mínir búa á rauðu svæði, sem og Þorleifur eldri bróðir minn, og eins og staðan er í dag mega þau ekki fara í húsið sitt,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

„Gæti farið svo að við fáum aldrei að fara aftur heim“

Dagmál | 21. nóvember 2023

„Foreldar mínir búa á rauðu svæði, sem og Þorleifur eldri bróðir minn, og eins og staðan er í dag mega þau ekki fara í húsið sitt,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

„Foreldar mínir búa á rauðu svæði, sem og Þorleifur eldri bróðir minn, og eins og staðan er í dag mega þau ekki fara í húsið sitt,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Grindavík en hann, líkt og aðrir íbúar bæjarins, þurfti að yfirgefa heimili sitt á föstudaginn var vegna jarðhræringa og hættu á eldgosi.

Datt ekki í hug að troða sér í röðina

„Það gafst tími til þess að fara aftur til Grindavíkur í vikunni en mér datt það ekki í hug þar sem ég var búinn að ná í allar mínar nauðsynjar,“ sagði Ólafur.

„Ég var ekki að fara troða mér í röðina fyrir fólk sem var ekki búið að fara. Við erum að tala um æskuheimilið mitt og æskuheimili barnanna minna líka.

Það gæti farið svo að við fáum aldrei að fara heim aftur. Óvissan er verst og það veit í raun enginn hvenær náttúruöflin springa,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is