Ósáttur lesandi hringdi á jóladagsmorgun

Dagmál | 21. nóvember 2023

Ósáttur lesandi hringdi á jóladagsmorgun

Fyrir mörgum er það heilög stund að hefja lestur á jólabók á aðfangadagskvöld og lesa inn í jólanóttina. Bókaútgefendurnir María Rán Guðjónsdóttir og Pétur Már Ólafsson eru þessum hópi. En því fylgir ábyrgð að gefa út bækur.

Ósáttur lesandi hringdi á jóladagsmorgun

Dagmál | 21. nóvember 2023

Fyrir mörgum er það heilög stund að hefja lestur á jólabók á aðfangadagskvöld og lesa inn í jólanóttina. Bókaútgefendurnir María Rán Guðjónsdóttir og Pétur Már Ólafsson eru þessum hópi. En því fylgir ábyrgð að gefa út bækur.

Fyrir mörgum er það heilög stund að hefja lestur á jólabók á aðfangadagskvöld og lesa inn í jólanóttina. Bókaútgefendurnir María Rán Guðjónsdóttir og Pétur Már Ólafsson eru þessum hópi. En því fylgir ábyrgð að gefa út bækur.

Einn jóladagsmorgun fyrir nokkrum árum hringdi heimasíminn hjá Pétri Má. Þetta var klukkan hálf tíu og óánægður lesandi nýju bókar Yrsu var á línunni.

 „Hann var miður sín og það var þungt í honum,“ segir Pétur Már um þessa óvæntu uppákomu.

Hvít jól. Mynd úr safni.
Hvít jól. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jólabókaflóðið

Maðurinn var með gallað eintak. „Hvernig ætlar þú að leysa þetta mál?“ spurði lesandinn.

Pétri Má varð litið á konu sína sem var einmitt að lesa Yrsu. Málið leystist farsællega og hér að ofan fylgir brot þar sem Pétur segir frá þessu atviki á jóladag.

Dagmál Morgunblaðsins fjalla nú um jólabókaflóðið. Þennan ævintýralega tíma sem er upptaktur að jólum. 

Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast þáttinn í heild sinni.

mbl.is