Alkóhólisminn gekk frá fjölskyldunni

Dagmál | 22. nóvember 2023

Alkóhólisminn gekk frá fjölskyldunni

Kjartan Guðbrandsson er einn þekktasti og vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hann hefur verið viðloðandi líkamsræktarbransann í heil 39 ár og er hvergi nærri hættur. Fyrir nokkrum árum tók Kjartan afdrifaríka ákvörðun um að hætta að drekka áfengi en að hans sögn hafði Bakkus verið harður húsbóndi í lífi hans um árabil sem hafi leitt hann í ýmsar ógöngur á lífsleiðinni.

Alkóhólisminn gekk frá fjölskyldunni

Dagmál | 22. nóvember 2023

Kjartan Guðbrandsson er einn þekktasti og vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hann hefur verið viðloðandi líkamsræktarbransann í heil 39 ár og er hvergi nærri hættur. Fyrir nokkrum árum tók Kjartan afdrifaríka ákvörðun um að hætta að drekka áfengi en að hans sögn hafði Bakkus verið harður húsbóndi í lífi hans um árabil sem hafi leitt hann í ýmsar ógöngur á lífsleiðinni.

Kjartan Guðbrandsson er einn þekktasti og vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hann hefur verið viðloðandi líkamsræktarbransann í heil 39 ár og er hvergi nærri hættur. Fyrir nokkrum árum tók Kjartan afdrifaríka ákvörðun um að hætta að drekka áfengi en að hans sögn hafði Bakkus verið harður húsbóndi í lífi hans um árabil sem hafi leitt hann í ýmsar ógöngur á lífsleiðinni.

„Alkóhólismi var bara mjög ríkjandi í minni fjölskyldu og gekk frá minni fjölskyldu - alveg. Þetta er mjög sorgleg saga,“ segir Kjartan í Dagmálum og lýsir sinni eigin upplifun af sjúkdómnum.

„Ég var mjög lengi að komast að því að ég ætti ekki að drekka. Ég prófaði að hætta að drekka mjög oft,“ segir hann.

Áföll í æsku flæktust fyrir

Þrátt fyrir að hafa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar náð að vera edrú í hálft ár í gegnum tíðina þá segist Kjartan alltaf hafa komist að sömu niðurstöðu; að áfengið væri eins og að skvetta olíu á eldinn.

„Handritið Kjartan Guðbrandsson, sem er í rauninni bara mín æska, það handrit var bara alveg kolbrenglað.“

Hann segir raunir æskunnar hafa litað allt hans líf sem ekki hafi átt góða samleið með áfenginu. 

„Ég fór illa af mínu ráði og gerði það margoft. Ég skildi aldrei neitt í neinu og fannst þetta allt saman öllum öðrum að kenna,“ útskýrir Kjartan og segist hafa fundið heiðarleikann um leið og hann lagði hrokann til hliðar og fór í meðferð.

„Ég sé aldrei eftir því. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ 

mbl.is