Fæðing barnanna það eina sem toppar þessa tilfinningu

Dagmál | 22. nóvember 2023

Fæðing barnanna það eina sem toppar þessa tilfinningu

„Við vorum með mjög gott lið á þessum tíma en þetta var samt ekki þannig lið að fólk spáði fyrir um það að við yrðum Íslandsmeistarar,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Fæðing barnanna það eina sem toppar þessa tilfinningu

Dagmál | 22. nóvember 2023

„Við vorum með mjög gott lið á þessum tíma en þetta var samt ekki þannig lið að fólk spáði fyrir um það að við yrðum Íslandsmeistarar,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

„Við vorum með mjög gott lið á þessum tíma en þetta var samt ekki þannig lið að fólk spáði fyrir um það að við yrðum Íslandsmeistarar,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, varð Íslandsmeistari í annað sinn á ferlinum árið 2013 þegar Grindavík hafði betur gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins eftir oddaleik í Grindavík.

Var inn á þegar lokaflautið gellur

„Ég var ekki byrjunarliðsmaður þarna en ég fæ það skemmtilega hlutverk að dekka Justin Shouse þegar það eru sex mínútur eftir af leiknum,“ sagði Ólafur.

„Ég var því inni á vellinum þegar lokaflautið gellur og það er ólýsanleg tilfinning. Það eina sem toppar þá tilfinningu er fæðing barnanna minna og þetta er eitt það sturlaðasta sem ég hef upplifað,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is