Er ekki að fara rífast við hann í hita leiksins

Dagmál | 25. nóvember 2023

Er ekki að fara rífast við hann í hita leiksins

„Ég fæ alveg að heyra það frá honum, miklu meira en allir aðrir,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Er ekki að fara rífast við hann í hita leiksins

Dagmál | 25. nóvember 2023

„Ég fæ alveg að heyra það frá honum, miklu meira en allir aðrir,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

„Ég fæ alveg að heyra það frá honum, miklu meira en allir aðrir,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Grindavík en bróðir hans, Jóhann Ólafsson, er þjálfari Grindavíkur og hafa þeir bræður unnið mikið saman í gegnum tíðina.

Kostir og gallar

„Það eru kostir og gallar við þetta og hann segir stundum eitthvað sem ég er ekki endilega sammála um og þá fer það bara inn um hitt og út um annað,“ sagði Ólafur.

„Ég svara honum samt aldrei enda virði ég hann sem þjálfara liðsins, þótt hann sé bróðir minn, og ég ræði það þá bara við hann þegar að við erum tveir.

Ég er ekki að fara að rífast við hann í hita leiksins, ég leyfi honum að gasa þegar hann þarf þess og það er betra að hann taki það út á mér en einhverjum öðrum,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Bræðurnir Ólafur Ólafsson og Jóhann Ólafsson.
Bræðurnir Ólafur Ólafsson og Jóhann Ólafsson. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is