Væri kjánalegt að fá greitt fyrir að spila með landsliðinu

Dagmál | 26. nóvember 2023

Væri kjánalegt að fá greitt fyrir að spila með landsliðinu

„Við spilum frítt fyrir landið okkar en þetta er orðið allt öðruvísi núna en þegar ég byrjaði að spila fyrst með landsliðinu,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Væri kjánalegt að fá greitt fyrir að spila með landsliðinu

Dagmál | 26. nóvember 2023

„Við spilum frítt fyrir landið okkar en þetta er orðið allt öðruvísi núna en þegar ég byrjaði að spila fyrst með landsliðinu,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

„Við spilum frítt fyrir landið okkar en þetta er orðið allt öðruvísi núna en þegar ég byrjaði að spila fyrst með landsliðinu,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, hefur verið í mikilvægu hlutverki með landsliðinu undanfarin ár en hann á að baki 51 A-landsleik fyrir Ísland.

Með mun meiri pening á milli handanna

„Spánverjarnir fá í kringum 500 evrur á dag fyrir að spila fyrir landið sitt en við gerum okkur fulla grein fyrir því að spænska sambandið er með mun meiri pening á milli handanna en KKÍ,“ sagði Ólafur.

„KKÍ hefur unnið frábært starf með þann pening sem þeir eru með á milli handanna og ég held að mér myndi líða kjánalega með að fá greitt fyrir að spila með landsliðinu,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ólafur Ólafsson í leik með landsliðinu.
Ólafur Ólafsson í leik með landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is