Það erfiðasta sem maður hefur upplifað á ferlinum

Dagmál | 27. nóvember 2023

Það erfiðasta sem maður hefur upplifað á ferlinum

„Þetta var eitt það erfiðasta sem maður hefur upplifað á ferlinum, að fá ekki að fara með,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Það erfiðasta sem maður hefur upplifað á ferlinum

Dagmál | 27. nóvember 2023

„Þetta var eitt það erfiðasta sem maður hefur upplifað á ferlinum, að fá ekki að fara með,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

„Þetta var eitt það erfiðasta sem maður hefur upplifað á ferlinum, að fá ekki að fara með,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, á að baki 51 A-landsleik fyrir Ísland en hann var í báðum æfingahópunum fyrir EM 2015 í Þýskalandi og EM 2017 í Finnlandi en var ekki valinn í lokahópinn fyrir mótin.

Virðir val þjálfarans

„Þetta var mjög svekkjandi en á sama tíma þarf maður að virða val þjálfarans,“ sagði Ólafur.

„Ég bjóst við því að vera valinn í lokahópinn og það var erfitt að kyngja þessu en á sama tíma var ég mjög stoltur af því að hafa komist þetta langt,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur.
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur. Ljósmynd/Guðmundur Karl
mbl.is