„Út í hött hvernig var komið fram við þá“

Dagmál | 28. nóvember 2023

„Út í hött hvernig var komið fram við þá“

Afi minn stríðsfanginn er titill á nýútkominni bók eftir Elínu Hirst fjölmiðlakonu og rithöfund. Í bókinni er rakin saga afa hennar, Karls Hirst eða Karls Albertssonar. Hann var handtekinn fljótlega eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni.

„Út í hött hvernig var komið fram við þá“

Dagmál | 28. nóvember 2023

Afi minn stríðsfanginn er titill á nýútkominni bók eftir Elínu Hirst fjölmiðlakonu og rithöfund. Í bókinni er rakin saga afa hennar, Karls Hirst eða Karls Albertssonar. Hann var handtekinn fljótlega eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni.

Afi minn stríðsfanginn er titill á nýútkominni bók eftir Elínu Hirst fjölmiðlakonu og rithöfund. Í bókinni er rakin saga afa hennar, Karls Hirst eða Karls Albertssonar. Hann var handtekinn fljótlega eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni.

Karl var ekki bendlaður við nasisma Hitlers að öðru leiti en því að hann var þýskur ríkisborgari. Í fimm ár dvaldi hann í fangelsi í Englandi. Eftir að stríðinu lauk var hann ásamt fleiri þýskum Íslendingum sendur til Þýskalands þar sem hann mátti dúsa í tvö ár til viðbótar áður en hann komst heim til konu sinnar og sona.

Hin langa dvöl Karls í Þýskalandi eftir stríðslok má ekki síst rekja til andstöðu íslenskra stjórnvalda við að þessir menn fengju að snúa heim.

Afi minn stríðsfanginn er örlagasaga, fjölskyldusaga með keim af ástarsögu. Elín, höfundur bókarinnar er gestur Dagmála Morgunblaðsins og ræðir þar ýmislegt tengt henni. Hún hafði lengi gengið með bókina í maganum en segir sjálf að Úkraínustríðið hafi kannski verið endapunkturinn sem hratt henni af stað í að skrifa sögu afa síns. Hún var sjálf fréttamaður á Hringbraut þegar stríðið í Úkraínu braust út og þá varð henni sterklega hugsað til þess hvað stríðsátök hefðu haft afgerandi áhrif á hennar fjölskyldu.

Elín Hirst í einlægum Dagmálum í dag og ræðir þar meðal annars um handlagna náttúrubarnið sem afi hennar var. „Hann var ekkert að hugsa um stjórnmál. Þau voru ekki hans tebolli,“segir Elín og þvertekur fyrir að afi hennar hafi á nokkurn hátt aðhyllst nasisma eða stefnu Hitlers á þessum tíma.

Hvorki bresk stjórnvöld hafa nálgast Karl eða eftirlifandi fjölskyldu til að gera upp þetta mál þar sem hann og fleiri voru látnir dúsa árum saman í fangelsi. Elín segir að amma sín hafi alla tíð verið bitur eftir þau miklu rangindi sem maður hennar var beittur.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni.

mbl.is