„Ég var frekar sár og bitur“

Dagmál | 1. desember 2023

„Ég var frekar sár og bitur“

„Ég viðurkenni það alveg að ég var frekar sár og bitur,“ sagði sundkonan fyrrverandi og Ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

„Ég var frekar sár og bitur“

Dagmál | 1. desember 2023

„Ég viðurkenni það alveg að ég var frekar sár og bitur,“ sagði sundkonan fyrrverandi og Ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

„Ég viðurkenni það alveg að ég var frekar sár og bitur,“ sagði sundkonan fyrrverandi og Ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

Hrafnhildur, sem er 32 ára gömul, lagði sundhettuna mjög óvænt á hilluna í ársbyrjun 2018, þá 27 ára gömul, en ein af ástæðum þess að hún ákvað að hætta var skortur á fjármagni og lítill stuðningur stjórnvalda við íslenskt afreksíþróttafólk.

Synti til úrslita á Ólympíuleikum

Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2016 en hún hafði þá synt til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem hún hafnaði í 6. sæti í 100 metra bringusundi.

Þá vann hún til silfurverðlauna í 100- og 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Lundúnum, ásamt því að vinna til bronsverðlauna í 200 metra bringusundi á sama móti en Gylfi Þór Sigurðsson, sem þá lék með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, hreppti nafnbótina íþróttamaður ársins það árið.

Hefði hjálpað mér mjög mikið

„Ég hugsaði alveg með mér hvað ég þyrfti eiginlega að gera, ef ég myndi ekki fá verðlaunin eftir það sem ég afrekaði á árinu 2016,“ sagði Hrafnhildur.

„Ég þarf þá að vinna gull á Ólympíuleikunum ef ég ætla mér að vinna þessa verðlaun hugsaði ég með mér og þetta sat alveg í mér.

Það var samt alveg flottur árangur að hafna tvívegis í öðru sæti í kjörinu en þú færð enga styrki hjá fyrirtækum fyrir að hafna í öðru sæti þannig að það hefði hjálpað mér mjög mikið að hljóta nafnbótina á sínum tíma,“ sagði Hrafnhildur meðal annars.

Viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Gylfi Þór Sigurðsson og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Gylfi Þór Sigurðsson og Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is