Held ég hafi aldrei sagt frá þessu opinberlega

Dagmál | 4. desember 2023

Held ég hafi aldrei sagt frá þessu opinberlega

„Í fyrsta lagi fannst mér þetta ótrúlega vandræðalegt, að slasa sig rétt fyrir Ólympíuleikana, og ég vissi í raun ekkert hvernig ég ætti að koma því að í umræðunni,“ sagði sundkonan fyrrverandi og Ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

Held ég hafi aldrei sagt frá þessu opinberlega

Dagmál | 4. desember 2023

„Í fyrsta lagi fannst mér þetta ótrúlega vandræðalegt, að slasa sig rétt fyrir Ólympíuleikana, og ég vissi í raun ekkert hvernig ég ætti að koma því að í umræðunni,“ sagði sundkonan fyrrverandi og Ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

„Í fyrsta lagi fannst mér þetta ótrúlega vandræðalegt, að slasa sig rétt fyrir Ólympíuleikana, og ég vissi í raun ekkert hvernig ég ætti að koma því að í umræðunni,“ sagði sundkonan fyrrverandi og Ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

Hrafnhildur, sem er 32 ára gömul, lagði sundhettuna mjög óvænt á hilluna í ársbyrjun 2018, þá 27 ára gömul, en ein af ástæðum þess að hún ákvað að hætta var skortur á fjármagni og lítill stuðningur stjórnvalda við íslenskt afreksíþróttafólk.

Slúðursögur sem fóru af stað

Hrafnhildur, sem er 32 ára gömul, fór á sína fyrstu Ólympíuleika árið 2012 í Lundúnum en hún braut olnbogann á sér í aðdraganda leikanna og þurfti af þeim sökum að draga sig úr keppni í 100 metra bringusundi á leikunum.

„Ég var bara 21 árs gamall krakki á þessum tíma og mér fannst ég í raun ekki þurfa að tilkynna þetta sérstaklega,“ sagði Hrafnhildur.

„Ég ákvað svo að segja að ég hefði slasað mig og þá fóru einhverjar slúðursögur af stað um að ég hefði verið á djamminu sem var alls ekki rétt.

Ég hoppaði sem sagt upp á innkaupakerru í búð í Frakklandi, hún datt undan mér, og ég datt með olnbogann í gólfið og brotna þannig. Ég held að ég hafi aldrei sagt frá þessu opinberlega og þetta er því í fyrsta skiptið,“ sagði Hrafnhildur meðal annars.

Viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is