Stærsta eftirsjáin á ferlinum

Dagmál | 5. desember 2023

Stærsta eftirsjáin á ferlinum

„Það var alveg smá skrítið að vera ljóshærða, föla gellan sem var allt í einu mætt til Flórída þar sem var mikil sól og raki,“ sagði sundkonan fyrrverandi og ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

Stærsta eftirsjáin á ferlinum

Dagmál | 5. desember 2023

„Það var alveg smá skrítið að vera ljóshærða, föla gellan sem var allt í einu mætt til Flórída þar sem var mikil sól og raki,“ sagði sundkonan fyrrverandi og ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

„Það var alveg smá skrítið að vera ljóshærða, föla gellan sem var allt í einu mætt til Flórída þar sem var mikil sól og raki,“ sagði sundkonan fyrrverandi og ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

Hrafnhildur, sem er 32 ára gömul, lagði sundhettuna mjög óvænt á hilluna í ársbyrjun 2018, þá 27 ára gömul, en ein af ástæðum þess að hún ákvað að hætta var skortur á fjármagni og lítill stuðningur stjórnvalda við íslenskt afreksíþróttafólk.

Ánægð með ákvörðunina

Hrafnhildur hélt til Bandaríkjanna í háskólanám árið 2010 og gekk þá til liðs við Florida State-háskólann sem er og var einn fremsti sundháskóli Bandaríkjanna en þar náði hún frábærum árangri.

„Ég reyndi stundum að skokka á fótboltavellinum í hádeginu og ég var oft nálægt því að líða út af,“ sagði Hrafnhildur.

„Þegar ég horfi samt til baka þá er ég mjög ánægð með þessa ákvörðun og mér leið mjög vel þarna. Ég sé kannski mest eftir því, þegar kemur að sundinu, hversu illa mér tókst að njóta augnabliksins, til dæmis á stórmótunum, því ég var alltaf bara að hugsa um næsta sund,“ sagði Hrafnhildur meðal annars.

Viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is