„Ákveðnir hlutir fara mikið í taugarnar á mér á Íslandi“

Dagmál | 8. desember 2023

„Ákveðnir hlutir fara mikið í taugarnar á mér á Íslandi“

„Síðan að við komum heim árið 2018 erum við búin að tala um það reglulega að fara aftur til Svíþjóðar því okkur leið svo vel þar,“ sagði knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson í Dagmálum.

„Ákveðnir hlutir fara mikið í taugarnar á mér á Íslandi“

Dagmál | 8. desember 2023

„Síðan að við komum heim árið 2018 erum við búin að tala um það reglulega að fara aftur til Svíþjóðar því okkur leið svo vel þar,“ sagði knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson í Dagmálum.

„Síðan að við komum heim árið 2018 erum við búin að tala um það reglulega að fara aftur til Svíþjóðar því okkur leið svo vel þar,“ sagði knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson í Dagmálum.

Birkir Már, sem er 39 ára gamall, er að flytja til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni síðar í þessum mánuði en samningur hans við uppeldisfélag sitt Val rann út í október og er óvíst hvar hann spilar á næstu leiktíð.

Betra að búa í Svíþjóð

Birkir Már, sem lék 103 A-landsleiki fyrir Ísland og var í lykilhlutverki á tveimur stórmótum, snéri heim úr atvinnumennsku árið 2018 þegar hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Val á nýjan leik eftir tíu ár í atvinnumennsku.

„Okkur finnst betra að búa í Svíþjóð en á Íslandi,“ sagði Birkir Már.

„Það eru ákveðnir hlutir sem fara mikið í taugarnar á mér á Íslandi. Veðrið er betra í Svíþjóð, sumarið er lengra og svo eru vextirnir og verðlagið hérna eitthvað sem fer mikið í taugarnar á mér.

Vextirnir á lánunum voru komnir upp úr öllu valdi og það er pirrandi að sjá launin sín fara í einhverja bankastjóra í hverjum einasta mánuði en fyrst og fremst var það ást okkar á Svíþjóð sem er að fara með okkur aftur út,“ sagði Birkir Már meðal annars.

Viðtalið við Birki Má í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Birkir Már Sævarsson á heimsmeistaramótinu í Rússlandi ásamt þáverandi landsliðsþjálfaranum …
Birkir Már Sævarsson á heimsmeistaramótinu í Rússlandi ásamt þáverandi landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is