Hafa ekki enn fundið lekann

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. febrúar 2024

Hafa ekki enn fundið lekann

Ekki er vitað hvar leki kom upp í heitavatnslögn sem liggur til Grindavíkur. Stutt hlé var gert á leitinni í dag en henni verður fram haldið á morgun.

Hafa ekki enn fundið lekann

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. febrúar 2024

Ekki hefur tekist að finna leka á heitavatnslögn sem liggur …
Ekki hefur tekist að finna leka á heitavatnslögn sem liggur til Grindavíkur. mbl.is/Eyþór

Ekki er vitað hvar leki kom upp í heitavatnslögn sem liggur til Grindavíkur. Stutt hlé var gert á leitinni í dag en henni verður fram haldið á morgun.

Ekki er vitað hvar leki kom upp í heitavatnslögn sem liggur til Grindavíkur. Stutt hlé var gert á leitinni í dag en henni verður fram haldið á morgun.

„Gera má ráð fyrir að það taki einhvern tíma eða einhverja daga að finna lekann á lögninni,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri HS Veitna. Lögnin er staðsett undir hrauni sem rann við bæinn í eldgosinu þann 14. janúar.

Vona að hægt verði að meta ástandið fljótt

Lekinn hefur gert það að verkum að hátt í helmingur heits vatns, sem fer úr Svartsengi til Grindavíkur, skilar sér ekki í bæinn.

„Við bindum vonir við að þegar búið er að grafa niður að lögninni, sé hægt að meta betur ástandið á henni og hvort mögulegt sé að gera við hana.“

„Unnið dag og nótt“

Hætta er á að lagnir frjósi ef heitt vatn berst ekki til húsanna í Grindavík.

„Við erum að ná að halda hita á flestum húsum í Grindavík með því vatni sem berst. Mikið kapp er lagt á að finna lekann á lögninni og gera við hann. Það er unnið alla jafna dag og nótt þó það hafi verið tekið stutt hlé í dag.“ segir Sigrún í lokin.

mbl.is