Grindavíkurfrumvörp gætu farið úr nefnd í vikunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Grindavíkurfrumvörp gætu farið úr nefnd í vikunni

Málefni Grindavikur voru til umræðu á fundi efnahags- og viðskipta­nefndar fyrr í dag. Tvö frumvörp viðskipta-og efnahagsráðherra eru til meðferðar. Vonast er til að frumvörpin verði send til umræðu á þinginu í lok vikunnar. 

Grindavíkurfrumvörp gætu farið úr nefnd í vikunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Horft yfir byggðina í Grindavík.
Horft yfir byggðina í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málefni Grindavikur voru til umræðu á fundi efnahags- og viðskipta­nefndar fyrr í dag. Tvö frumvörp viðskipta-og efnahagsráðherra eru til meðferðar. Vonast er til að frumvörpin verði send til umræðu á þinginu í lok vikunnar. 

Málefni Grindavikur voru til umræðu á fundi efnahags- og viðskipta­nefndar fyrr í dag. Tvö frumvörp viðskipta-og efnahagsráðherra eru til meðferðar. Vonast er til að frumvörpin verði send til umræðu á þinginu í lok vikunnar. 

Fyrra frumvarpið fjallar um tímabundinn rekstrarstuðning vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ. Það seinna fjallar um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Mál Grindavíkur í forgangi á þingi

Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir vel ganga að ræða þessi mál innan nefndarinnar. Verið sé að vinna þetta eins vel og hægt er ásamt því að þetta sé sett í algjöran forgang. 

Ekki er útilokað að málin verði send til afgreiðslu í lok vikunnar, bætir Teitur við.

„Það gengur mjög vel að ræða þetta innan nefndarinnar. Við höfum tekið á móti umsögnum og  fengið gesti fyrir nefndina til þess að ræða ýmsar ábendingar og fleira sem snýr að þessum frumvörpum,“ segir Teitur.

Hagaðilar koma sínum skoðunum á framfæri

Að hans sögn hafa gestir á fundum nefndarinnar verið helstu hagaðilar sem hafa látið málefni Grindavíkur varða. Meðal annars eru þetta fulltrúar Grindavikurbæjar, fyrirtæki í Grindavík, fulltrúar atvinnulífsins og fulltrúar launþegahreyfinga.

Frumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík hefur nú þegar tekið breytingum í kjölfar fjölda umsagna sem komu fram þegar það var fyrst kynnd. 

Teitur segir almenna ánægju vera um frumvörpin og meginmarkmið þeirra í nefndinni.

„Frumvarpið tekur utan um íbúa Grindavíkur en þetta er auðvitað viðamikið mál og hafa ýmsar ábendingar komið fram um hvað mætti betur fara,“ segir hann. 

Ábendingarnar sem nefndin hefur fengið snúa ýmist að efnisatriðum, önnur til lagfæringar og enn aðrar til skýringar. 

Teitur býst ekki við því að miklar breytingar verði á meginatriðum frumvarpanna. 

mbl.is