Leit að lekanum hætt og ný lögn í pípunum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. febrúar 2024

Leit að lekanum hætt og ný lögn í pípunum

Leit að lekanum í Grindavíkuræðinni, heitavatnslögnin frá Svartsengi til Grindavíkur, hefur verið hætt vegna erfiðra aðstæðna. Varahjáveitulögn sem færi yfir hraunið er nú í pípunum sem óljóst er hversu langan tíma mun taka að koma í gagnið.

Leit að lekanum hætt og ný lögn í pípunum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. febrúar 2024

Ný varahjáveitulögn verður lögð yfir hraunið.
Ný varahjáveitulögn verður lögð yfir hraunið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leit að lekanum í Grindavíkuræðinni, heitavatnslögnin frá Svartsengi til Grindavíkur, hefur verið hætt vegna erfiðra aðstæðna. Varahjáveitulögn sem færi yfir hraunið er nú í pípunum sem óljóst er hversu langan tíma mun taka að koma í gagnið.

Leit að lekanum í Grindavíkuræðinni, heitavatnslögnin frá Svartsengi til Grindavíkur, hefur verið hætt vegna erfiðra aðstæðna. Varahjáveitulögn sem færi yfir hraunið er nú í pípunum sem óljóst er hversu langan tíma mun taka að koma í gagnið.

Þetta segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri HS Veitna, í samtali við mbl.is.

„Það gekk ekki að finna lekann undir hrauninu. Aðstæður voru þannig að það gekk ekkert að grafa niður að lögninni til þess að staðsetja lekann,“ segir Sigrún.

Svipað og gert var til að koma heitu vatni til Suðurnesja

Eins og greint hafði verið frá þá var leki í Grindavíkuræðinni og gekk illa að finna lekann, en lögnin er undir hrauni sem kom úr gosinu 14. janúar. Nú hefur leit að lekanum verið hætt en aðstæður voru metnar of erfiðar til að halda áfram að grafa eftir lekanum.

Hún segir undirbúning hafin á því að koma varahjáveitulögn yfir hraunið í samráði við almannavarnir.

„Þetta er í raun sambærileg hugmyndafræði og var farið í yfir hraunið sem rann 8. febrúar þegar lögnin sem er undir því hrauni var skemmd,“ segir hún og vísar í það þegar hjáveitulögn var tengd við Njarðvíkuræðina sem fór í sundur vegna hraunflæðis.

Einhverjir dagar í lögnina

Aðspurð segir hún ekki liggja fyrir hvenær lögnin verður klár en hún segir að þetta muni taka einhverja daga. Á næstu dögum verður kynnt nákvæma tímalínu.

„Það er unnið að þessu dag og nótt og mikið kapp lagt á að vinna þetta hratt og vel,“ segir Sigrún.

Ekki var hægt að grafa að Grindavíkuræðinni meðal annars vegna hitans í hrauninu. Upphaflega var planið að finna lekann og laga lögnina þaðan sem lekinn kom.

mbl.is