Það er ýmislegt sem þarf að gera og breyta

Dagmál | 24. febrúar 2024

Það er ýmislegt sem þarf að gera og breyta

„Ég tel mig hafa góða reynslu og ég hef líka þekkinguna og kunnáttuna sem þarf til þess að sinna þessu starfi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Það er ýmislegt sem þarf að gera og breyta

Dagmál | 24. febrúar 2024

„Ég tel mig hafa góða reynslu og ég hef líka þekkinguna og kunnáttuna sem þarf til þess að sinna þessu starfi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

„Ég tel mig hafa góða reynslu og ég hef líka þekkinguna og kunnáttuna sem þarf til þess að sinna þessu starfi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Þorvaldur, sem er 57 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni.

Stórt og ábyrgðarfullt starf

Þorvaldur er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu og þá hefur hann einnig þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK, Keflavík og U19-ára landslið Íslands á ferlinum en hann er í dag rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

„Það er ekki sjálfsagður hlutur að fólk bjóði sig fram í embættið í dag,“ sagði Þorvaldur.

„Þetta er stórt starf og ábyrgðarfullt og ég heyrði í mörgum innan hreyfingarinnar, áður en ég ákvað að gefa kost á mér, og það var verið að ýta á mig að bjóða mig fram. Eftir að ég ræddi við fjölskyldu mína ákvað ég að gefa kost á mér.

Ég hef unnið innan sambandsins og í hreyfingunni líka í langan tíma. Hreyfingin er stór og fjölbreytt í dag. Það er ýmislegt sem þarf að gera og breyta að mínu mati og ég býð mig fram til þess,“ sagði Þorvaldur meðal annars.

Viðtalið við Þorvald í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is