Seldi drykkjufélaga Apple í Finnlandi

Dagmál | 28. febrúar 2024

Seldi drykkjufélaga Apple í Finnlandi

Bjarni Ákason var maðurinn sem fékk það hlutskipti að kynna hinar geysivinsælu Apple-vörur fyrir Íslendingum. Og hann hefur tvívegis tekið að sér það hlutverk.

Seldi drykkjufélaga Apple í Finnlandi

Dagmál | 28. febrúar 2024

Bjarni Ákason var maðurinn sem fékk það hlutskipti að kynna hinar geysivinsælu Apple-vörur fyrir Íslendingum. Og hann hefur tvívegis tekið að sér það hlutverk.

Bjarni Ákason var maðurinn sem fékk það hlutskipti að kynna hinar geysivinsælu Apple-vörur fyrir Íslendingum. Og hann hefur tvívegis tekið að sér það hlutverk.

Í viðtali í Dagmálum fer hann yfir ferilinn og hvernig þetta atvikaðist. Meðal annars segir hann frá því hvernig hann þurfti að sigla milli skers og báru í gjaldeyrishöftum eftir bankahrunið.

„Já ég er sá maður. Þegar maður sér alla krakkana í símunum í dag þá fær maður smá móral. Maður var búinn að selja skólunum svo mikið af Ipödum. Maður hefði kannski átt að fara hægar í því. En ég seldi það fyrirtæki tvisvar. Fyrir hrun og eftir hrun.“

Tók aftur yfir Skandinavíu

- Keyptir þú það aftur í hruninu?

„Ég keypti það aftur. Þá voru þessir eigendur sem voru hluthafar komnir meira og minna allir á hliðina. Ég kem þá aftur inn þegar allt er í bruna og gjaldeyrishöft. Og tek þá yfir Skandinavíu aftur.“

- Dreifinguna fyrir alla Skandinavíu?

„Ja. Við vorum með 20 búðir í öllum löndunum. Og ég hafði byrjað svona Apple-dæmi í fyrsta hring með því að opna svona búðir. Og það var svaka stuð og miklar biðraðir og rosa gaman. Svo sel ég og svo kemur hrun og þá vildu menn fá mig til þess að koma aftur að þessu. Og ég gerði það og sá svolítið eftir því þegar ég var búinn að ákveða það. Maður setur allt undir og fjölskylduna og allan pakkann en það gekk rosavel og svo kemur hrunið og ég kem aftur inn og þá er þetta orðið miklu meira dæmi sem þurfti að glíma við. Gjaldeyrishöft. Ég var á mánudögum og þriðjudögum í Sparbanken í Noregi og þeir treystu mér og svo var ég restina af vikunni í Danske bank og þeir treystu mér líka. En það var ekkert hægt að gera neitt, færa neitt fé.“

Pikkfastir í gjaldeyrishöftum

- Alveg fastir í sílói?

„Við vorum alveg pikkfastir en Apple hafði sett ákveðin skilyrði að við yrðum að setja inn ákveðinn pening á einhverjum degi. Þetta var svona eins og í hasarmynd. Bara inn á einhvern reikning og þá yrði allt í lagi. Þá myndum við styrkja eiginfé félaganna. Og ég átti ágætis vin í Finnlandi, góður veiðifélagi og -drykkju. Og við gerðum samning á servíettu í Kaupmannahöfn og hann keypti bara Finnland af mér fyrir nákvæmlega þá upphæð sem ég þurfti til að fá til þess að koma vélunum almennilega í gang. En svo var þetta samt svolítið erfitt eftir á. Við komumst einhvern veginn aldrei almennilega í gang því þarna var mikið stuð á Apple-markaðnum, okkur vantaði svolítið cash. Við áttum bara nóg fyrir rekstrinum, gátum fengið aðeins fyrir vörum inn og svo hélt þetta þannig áfram. Og á endanum nennti maður þessu varla áfram og maður var búinn að tala við alla ríkustu Danina um að selja þeim fyrirtækið en þeir þorðu ekki. En svo komu þarna rússneskir aðilar, helvíti sprækir og bara keyptu félagið.“

Þannig seldi Bjarni erlenda reksturinn frá sér en hélt íslensku starfseminni áfram. Hann hafði ætlað að standa þessa vakt í fimm ár en þau urðu átta, eða allt þar til hann seldi fyrirtækið og sneri sér að öðru.

Bjarni fer yfir spennandi ferilinn í viðtali í Dagmálum sem má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is