„Þarna var deyjandi fólk“

Dagmál | 4. mars 2024

„Þarna var deyjandi fólk“

Greta Salóme er í spjalli í Dagmálum í dag. Þar talar hún um eitt erfiðasta augnablik sem hún og fjölskylda hennar hafa upplifað þegar faðir hennar veiktist skyndilega á ferðalagi frá Grænlandi fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan. 

„Þarna var deyjandi fólk“

Dagmál | 4. mars 2024

Greta Salóme er í spjalli í Dagmálum í dag. Þar talar hún um eitt erfiðasta augnablik sem hún og fjölskylda hennar hafa upplifað þegar faðir hennar veiktist skyndilega á ferðalagi frá Grænlandi fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan. 

Greta Salóme er í spjalli í Dagmálum í dag. Þar talar hún um eitt erfiðasta augnablik sem hún og fjölskylda hennar hafa upplifað þegar faðir hennar veiktist skyndilega á ferðalagi frá Grænlandi fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan. 

„Þetta er svo mikið áfall sérstaklega þegar þetta gerist svona snöggt og við vissum ekkert hvað væri í gangi. Við flugum auðvitað bara öll út og okkur var sagt að þetta liti ekki vel út og við vissum ekki hvað beið okkar.“

Það fyrsta sem hann sagði var „Skotta“

Greta var við hlið föður síns á gjörgæslunni en bæði móðir hennar og systir höfðu smitast af kórónuveirunni á leiðinni til hans og því var hún ein við hlið hans á gjörgæslunni þegar hann vaknaði. 

„Það fyrsta sem pabbi segir þegar hann vaknar er Skotta, hann kallar mig alltaf Skottu. Hann vissi það, hann var búin að heyra í mér, að ég væri þarna hjá honum. Hann lofar mér því þarna á gjörgæslunni úti í Köben að hann ætlar að labba með mér niður kirkjugólfið, hvernig sem hann muni fara að því.“

Greta segir að þessi lífsreynsla og umhverfið þarna á gjörgæslunni hafi opnað augu hennar og breytt henni, hvernig hún hugsaði um framtíðina og lífið. Breytti öllu.

„Þarna sá ég fólk sem lá fólk inni á sömu deild og pabbi, var eitt og hafði engan hjá sér. Á stofunni við hliðina á pabba inni á gjörgæslunni var verið að slökkva á öndunarvél og ég heyrði fólk bara öskra á mömmu sína. Þetta situr svo rosalega í mér og þetta breytti öllu hvernig maður hugsar um hlutina.“

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa Dag­mála.

mbl.is