Mjög góð sparnaðarleið að hætta að drekka

Dagmál | 21. mars 2024

Mjög góð sparnaðarleið að hætta að drekka

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson segir að röð tilviljana hafi orðið til þess að hann ákvað að sækja um starf hjá Arion banka samhliða leik- og tónlistarferlinum. Júlí Heiðar er þekktur fyrir lítið annað en að vera alltaf með marga bolta á lofti og í dag starfar hann sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá Arion banka ásamt því að semja og gefa út tónlist. 

Mjög góð sparnaðarleið að hætta að drekka

Dagmál | 21. mars 2024

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson segir að röð tilviljana hafi orðið til þess að hann ákvað að sækja um starf hjá Arion banka samhliða leik- og tónlistarferlinum. Júlí Heiðar er þekktur fyrir lítið annað en að vera alltaf með marga bolta á lofti og í dag starfar hann sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá Arion banka ásamt því að semja og gefa út tónlist. 

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson segir að röð tilviljana hafi orðið til þess að hann ákvað að sækja um starf hjá Arion banka samhliða leik- og tónlistarferlinum. Júlí Heiðar er þekktur fyrir lítið annað en að vera alltaf með marga bolta á lofti og í dag starfar hann sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá Arion banka ásamt því að semja og gefa út tónlist. 

Júlí Heiðar viðurkennir að hafa í fyrstu ekki haft hundsvit á fjármálum og oft gerst sekur um að eyða peningum í óhófi. Auk þess játar hann að hafa tekið svokölluð smálán til að drýgja djammtímabilið sem hann tók á yngri árum, áður en hann fann lífstaktinn líkt og hann ræddi í Dagmálum á dögunum.

Langar að hjálpa öðrum í sömu sporum

„Ég lærði alveg heilan helling. Ég var aldrei að spara. Í rauninni kom ég mér í mjög slæma fjárhagsstöðu af því ég var bara mjög mikið að skemmta mér. Ég var bara stöðugt á djamminu þegar ég var svona 18-22 ára,“ segir Júlí Heiðar.

„Og á þessum tíma, ég tala bara mjög opinskátt um þetta en margir myndu örugglega skammast sín fyrir þetta, þá tók ég smálán. Ég tók alltof mörg smálán,“ segir hann og kom sér í fjárhagslegan vítahring með því að fjármagna djammið sitt með smálánum.

Júlí Heiðar segist hafa ráðfært sig við frænda sinn á þessum tíma. Upp frá því hafi hann náð að rétta úr kútnum. Síðan þá hafði hann alltaf langað að miðla sinni reynslu með öðrum sem hafa misstigið sig með einhverjum hætti í fjármálum.

„Það eru fleiri eins og ég sem hefur bara gengið illa í fjármálum og mig langar að hjálpa þessu fólki,“ segir hann og rekur söguna af því hvernig vegferð hans í fjármálum hófst og endaði með því að hann var ráðinn til starfa hjá Arion banka.

Alltaf hægt að breyta mínus í plús

Hann segir alla megnuga til að snúa vörn í sókn og tileinka sér raunhæfar sparnaðarleiðir sem kunna að þyngja budduna með einum eða öðrum hætti. 

„Ég er náttúrulega ekki fjármálaráðgjafi samt,“ segir Júlí Heiðar og hlær en bendir á að lykilatriðið sé að vera með góða yfirsýn yfir heimilisbókhaldið til að ná árangri í fjármálum og auka meðvitund sína á því í hvað maður er að eyða. 

„Ég hætti bara að drekka áfengi. Það er mjög góð sparnaðarleið.“

Smelltu hér til að sjá þáttinn í heild sinni. 

mbl.is