Bendir á hræsni stjórnarandstöðunnar

Dagmál | 25. mars 2024

Bendir á hræsni stjórnarandstöðunnar

Ragnar Gunnarsson er gestur Dagmála í upphafi Dymbilviku og aðdraganda páska. Eitt af því sem honum er hugleikið er sú hræsni sem hann telur hafa komið fram í tengslum við kostnað ríkisins varðandi nýgerða kjarasamninga. 

Bendir á hræsni stjórnarandstöðunnar

Dagmál | 25. mars 2024

Ragnar Gunnarsson er gestur Dagmála í upphafi Dymbilviku og aðdraganda páska. Eitt af því sem honum er hugleikið er sú hræsni sem hann telur hafa komið fram í tengslum við kostnað ríkisins varðandi nýgerða kjarasamninga. 

Ragnar Gunnarsson er gestur Dagmála í upphafi Dymbilviku og aðdraganda páska. Eitt af því sem honum er hugleikið er sú hræsni sem hann telur hafa komið fram í tengslum við kostnað ríkisins varðandi nýgerða kjarasamninga. 

„Nú kemur hver pólitíkusinn á fætur öðrum í stjórnarandstöðunni og spyr, hvar ætlið þið að taka peninginn? Hvar ætlið þið að draga saman eða ætlið þið að taka lán? Það var aldrei spurt hvar þessir tuttugu milljarðar sem fóru í hælisleitendur á síðasta ári, yrðu teknir. Það skipti engu máli,“ segir Ragnar, eða Raggi Sót eins og hann er jafnan kallaður.

Kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda á síðasta ári hefur verið sagður á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar króna. Neðri mörk er sama fjárhæð og árlegur kostnaður ríkissjóðs er metinn af kjarasamningar við einkamarkaðinn. Ragga finnst þetta dæmi um hræsni hjá stjórnmálamönnum.

Útskýrir úrsögn sína úr Miðflokknum

Hann fer vítt um sviðið og útskýrir úrsögn sína úr Miðflokknum, þar sem honum hugnaðist ekki þegar flokkurinn tók upp fléttulista við val á framboðslista flokksins.

Raggi er eitt af þekktari nöfnum Akureyrar og var poppstjarna undir lok síðustu aldar þegar hann gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Skriðjöklum.

Forsetakosningar koma til tals og hefur hann sett eitt nafn efst á sinn lista. Hann tekur þó skýrt fram að hann áskilji sér rétt til að skipta um skoðun eftir því sem umræðunni fleytir áfram. 

Með fréttinni fylgir hluti af viðtalinu þar sem rætt er um kostnað við kjarasamninga. Síðar í viðtalinu lýsir hann því yfir að eftir sé að semja við „frekasta liðið“ og vísar þar til opinberra starfsmanna.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is