Gýs aðeins úr einum gíg

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 6. apríl 2024

Gýs aðeins úr einum gíg

Aðeins einn gígur er enn virkur í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni. Þetta staðfestir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Gýs aðeins úr einum gíg

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 6. apríl 2024

Myndin var tekin 22. mars.
Myndin var tekin 22. mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins einn gígur er enn virkur í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni. Þetta staðfestir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Aðeins einn gígur er enn virkur í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni. Þetta staðfestir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Dróna var flogið yfir svæðið í gærkvöldi og sást þá engin virkni í öðrum gígnum af tveimur. 

Böðvar segir að virknin í gígnum, sem enn lifir, sé enn stöðug og sama megi segja um hraunrennsli. 

Lítil gasmengun mældist yfir Grindavík, að sögn Böðvars.  „En ekkert hættulegt.“

Böðvar segir að ekki sé útlit fyrir að vindáttin snúist svo að gasmengun leggist yfir Bláa lónið sem var opnað í dag. 

mbl.is