Bláa lónið lokað í dag vegna gasmengunar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. apríl 2024

Bláa lónið lokað í dag vegna gasmengunar

Bláa lónið er lokað í dag vegna gasmengunar frá eldgosinu í Sunhnúkagígaröðinni. Til stendur að opna það aftur á morgun. 

Bláa lónið lokað í dag vegna gasmengunar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. apríl 2024

Bláa lóninu opnaði að nýju 6. apríl eftir að hafa …
Bláa lóninu opnaði að nýju 6. apríl eftir að hafa staðið lokað frá því að eldgosið hófst þann 16. mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa lónið er lokað í dag vegna gasmengunar frá eldgosinu í Sunhnúkagígaröðinni. Til stendur að opna það aftur á morgun. 

Bláa lónið er lokað í dag vegna gasmengunar frá eldgosinu í Sunhnúkagígaröðinni. Til stendur að opna það aftur á morgun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bláa lónsins.

Bláa lóninu opnaði að nýju 6. apríl eftir að hafa staðið lokað frá því að eldgosið hófst þann 16. mars.

„Sundhnúkagígaröðin er virk en hraunflæði ógnar ekki innviðum við starfsstöðvar Bláa Lónsins. Helstu þættir sem hafa áhrif á starfsemi Bláa Lónsins nú eru áhrif eldgossins á loftgæði,“ segir í tilkynningu Bláa lónsins.

Hafa fjölgað gasmælum

Þá kemur fram að Bláa lónið hafi stækkað net gasmæla í og við Bláa lónið. Veðurathugunarstöð er hjá Bláa lóninu þar sem veður og vindur hafa úrslitaáhrif á loftgæði svæðisins.

„Við höldum áfram að fylgja tilmælum yfirvalda til hins ítrasta og fylgjumst vel með stöðunni í samstarfi við yfirvöld og sérfræðinga. Við vinnum ötullega að því alla daga að tryggja öryggi starfsfólks og gesta, lærum af reynslunni og nýtum nýja þekkingu á uppbyggilegan hátt,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is