Hundraða milljóna tap vegna orkuskerðinga

Orkuskipti | 12. apríl 2024

Hundraða milljóna tap vegna orkuskerðinga

Tekjutap Landsvirkjunar (LV) vegna skerðinga á afhendingu raforku til viðskiptavina sinna frá því í lok síðasta árs nemur hundruðum milljóna króna. Blöndulón hefur sögulega aldrei staðið jafn lágt á þessum tíma og staðan á öðrum lónum er álíka slæm.

Hundraða milljóna tap vegna orkuskerðinga

Orkuskipti | 12. apríl 2024

Nú hillir undir að bygging Hvammsvirkjunar geti hafist.
Nú hillir undir að bygging Hvammsvirkjunar geti hafist. Ljósmynd/Landsvirkjun

Tekjutap Landsvirkjunar (LV) vegna skerðinga á afhendingu raforku til viðskiptavina sinna frá því í lok síðasta árs nemur hundruðum milljóna króna. Blöndulón hefur sögulega aldrei staðið jafn lágt á þessum tíma og staðan á öðrum lónum er álíka slæm.

Tekjutap Landsvirkjunar (LV) vegna skerðinga á afhendingu raforku til viðskiptavina sinna frá því í lok síðasta árs nemur hundruðum milljóna króna. Blöndulón hefur sögulega aldrei staðið jafn lágt á þessum tíma og staðan á öðrum lónum er álíka slæm.

Nú hefur Landsvirkjun neyðst til að skerða afhendingu raforku lengur en vonast hafði verið til og er ástæðan fádæma lélegt vatnsár og að gengið hafi hratt á uppistöðulón fyrirtækisins. Ekki er útlit fyrir að staðan batni fyrr en hlýna tekur og vorleysingar hefjast, með vaxandi innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar.

„Þetta er áframhald á því sem höfum áður tilkynnt. Við höfðum tilkynnt að skerðingarnar á Suðvesturlandi giltu út apríl og út maí á Norðausturlandi. Nú verður þetta framlengt sunnanlands út maí og fram í miðjan júní norðaustanlands,“ segir Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun, við mbl.is.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is