Orkustofnun ekki varað við orkuskorti

Orkuskipti | 14. febrúar 2024

Orkustofnun ekki varað við orkuskorti

Allt frá árinu 2019 hefur Landsnet varað við yfirvofandi orkuskorti í landinu. Á síðustu árum hefur olíubrennsla aukist til muna vegna þess að fyrirtæki sem treysta á skerðanlega orku frá íslensku orkufyrirtækjunum hafa ekki getað fengið það rafmagn til starfseminnar sem þörf er á. Sömuleiðis hafa Vestfirðingar í auknum mæli þurft að keyra varaaflstöðvar vegna ótryggrar afhendingar raforku til heimila á svæðinu.

Orkustofnun ekki varað við orkuskorti

Orkuskipti | 14. febrúar 2024

Allt frá árinu 2019 hefur Landsnet varað við yfirvofandi orkuskorti í landinu. Á síðustu árum hefur olíubrennsla aukist til muna vegna þess að fyrirtæki sem treysta á skerðanlega orku frá íslensku orkufyrirtækjunum hafa ekki getað fengið það rafmagn til starfseminnar sem þörf er á. Sömuleiðis hafa Vestfirðingar í auknum mæli þurft að keyra varaaflstöðvar vegna ótryggrar afhendingar raforku til heimila á svæðinu.

Allt frá árinu 2019 hefur Landsnet varað við yfirvofandi orkuskorti í landinu. Á síðustu árum hefur olíubrennsla aukist til muna vegna þess að fyrirtæki sem treysta á skerðanlega orku frá íslensku orkufyrirtækjunum hafa ekki getað fengið það rafmagn til starfseminnar sem þörf er á. Sömuleiðis hafa Vestfirðingar í auknum mæli þurft að keyra varaaflstöðvar vegna ótryggrar afhendingar raforku til heimila á svæðinu.

Á sama tíma sjást engin merki um varnaðarorð í ársskýrslum Orkustofnunar um að orkuskortur sé yfirvofandi eða hreinlega til staðar. Þetta er orkumálastjóri spurður út í á vettvangi Spursmála. Þar er bent á að í þeim ársskýrslum sem komið hafa út frá því að núverandi forstjóri stofnunarinnar tók við er engu orði vikið að þessari stöðu, jafnvel þótt stofnunin hafi að lögum það hlutverk að ráðleggja ríkisstjórninni um orkumál og gera áætlanir varðandi orkuöflun til framtíðar.

Orkuþörfin sveiflast til og frá

Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar, bendir á að eftirspurn eftir orku sveiflist til og að nú sé ljóst að ekki verði til umframorka í kerfinu á komandi árum. Hins vegar hafi stofnunin gefið út mörg leyfi á undanförnum misserum sem gefi til kynna að verið sé að slá í klárinn þegar kemur að frekari orkuöflun.

Hlutverk stofnunarinnar breytt

„Ég held að það sé grundvallar misskilningur í umræðunni. Því fyrr á tímum var Orkustofnun í að hanna virkjanir, gera samninga og ýta hlutum áfram. Hvernig er staðan í raun og veru í dag. Hvert er hlutverk Orkustofnunar eins og staðan er í dag? Jú það er Alþingi sem tekur ákvörðun um hvað fer í nýtingarflokk, hvað má virkja í landinu. En svo er það fyrirtækjanna að ákveða í hvaða verkefni þau vilja fara og á hvaða tímapunkti,“ segir Halla Hrund.

- En í lögum um Orkustofnun segir að þið eigið að vinna að áætlunum til langs tíma um orkubúskap þjóðarinnar.

„En þrátt fyrir að við getum sett fram áætlanir og annað þá er lagaramminn núna, og við höfum verið að innleiða algjörlega nýja löggjöf frá árinu 2003 og lagaramminn, þegar við erum að breyta þessu yfir í samkeppnisumhverfi felur í sér að það er á hendi orkufyrirtækjanna að ákveða á hvaða tímapunkti þau vilja setja fram orkukost í nýtingarflokki inn í leyfisveitingarferli og mér finnst áhugavert að sjá það að þegar við horfum á þá kosti sem eru í nýtingaráætlun og meðal annars eftir að rammaáætlun var samþykkt eftir langan tíma þá er lítið brot af þeim kostum sem eru í nýtingarflokki sem hafa ratað inn á borð Orkustofnunar. Ég held að þegar við erum að horfa á leyfisferla heilt yfir, hvernig eigi að tengja saman markmið stjórnvalda við áhuga fyrirtækja, hagkvæmni og annað, eitthvað sem við þurfum að hugsa betur um,“ bætir Orkumálastjóri við.

Viðtalið við Höllu Hrund má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is