Munu verja Ísrael gegn Íran

Ísrael/Palestína | 12. apríl 2024

Munu verja Ísrael gegn Íran

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kvöld að hann ætti von á því að klerkastjórnin í Íran myndi reyna að ráðast á Ísrael innan skamms og hefna þar með fyrir árás Ísraelsmanna á Sýrland síðustu viku.

Munu verja Ísrael gegn Íran

Ísrael/Palestína | 12. apríl 2024

Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Írana við því að Bandaríkin muni …
Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Írana við því að Bandaríkin muni verja Ísrael fyrir árásum. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kvöld að hann ætti von á því að klerkastjórnin í Íran myndi reyna að ráðast á Ísrael innan skamms og hefna þar með fyrir árás Ísraelsmanna á Sýrland síðustu viku.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kvöld að hann ætti von á því að klerkastjórnin í Íran myndi reyna að ráðast á Ísrael innan skamms og hefna þar með fyrir árás Ísraelsmanna á Sýrland síðustu viku.

Biden sagði við blaðamenn að hann vildi ekki ljóstra upp um þær upplýsingar sem Bandaríkjamenn hefðu undir hönum, en að hann ætti von á árás Írana fyrr en síðar. 

Aðspurður um hvort Biden hefði skilaboð handa klerkastjórninni sagði hann einfaldlega: „Ekki gera þetta.“ (e. Don't).

„Við höfum heitið því að verja Ísrael, við munum styðja Ísrael, við munum hjálpa til við að verja Ísrael, og Íran mun ekki takast ætlunarverk sitt,“ sagði Biden. 

Klerkastjórnin í Íran hefur heitið hefndum eftir að Ísraelsmenn réðust á viðbyggingu við ræðismannsbústað Írana í Damaskus í Sýrlandi, en sjö meðlimir íranska byltingarvarðarins, þar af tveir hershöfðingjar, féllu í árásinni. 

Hisbollah reyndi árás

Hryðjuverkasamtökin Hisbollah, sem hafa aðsetur í Líbanon, reyndu fyrr í kvöld árás á Ísrael, og skutu þau um 40 Katyusha-eldflaugum á skotmörk í norðurhluta landsins. Ísraelsher sagði í tilkynningu eftir árásina að hluti eldflauganna hefði verið skotinn niður, og að ekkert mannfall hefði orðið af völdum árásarinnar. 

mbl.is