Bláa lóninu aftur lokað vegna gasmengunar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 14. apríl 2024

Bláa lóninu aftur lokað vegna gasmengunar

Óholl loftgæði mælast við Bláa lónið, sem er lokað fyrir vikið og opnar ekki aftur fyrr en kl. 14. Mengunin kemur frá eld­gos­inu í Sun­hnúkagígaröðinni.

Bláa lóninu aftur lokað vegna gasmengunar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 14. apríl 2024

Ákveðið var að loka Bláa lóninu vegna mengunar.
Ákveðið var að loka Bláa lóninu vegna mengunar. mbl.is/Arnþór

Óholl loftgæði mælast við Bláa lónið, sem er lokað fyrir vikið og opnar ekki aftur fyrr en kl. 14. Mengunin kemur frá eld­gos­inu í Sun­hnúkagígaröðinni.

Óholl loftgæði mælast við Bláa lónið, sem er lokað fyrir vikið og opnar ekki aftur fyrr en kl. 14. Mengunin kemur frá eld­gos­inu í Sun­hnúkagígaröðinni.

„Það er að koma mikil gasmengun frá þessu gosi. Veðrið, vindáttin og vindurinn eru það sem er að stafa að þessari mengun,“ segir Bryn­dís Ýr Gísla­dótt­ir, náttúruvársérfræðingur hjá Veður­stofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Mælar Umhverfistofnunar sýna brennisteinsmengun nálægt lóninu. Til þess að loftgæði teldust góð þyrfti mengunin að mælast minni en 350 míkrógrömm á rúmmetra, helst engin að sjálfsögðu.

„Þar sem veðurskilyrði eru óhagstæð í dag, sunnudaginn 14. apríl, og hafa mögulega neikvæð áhrif á loftgæði verða allar okkar starfsstöðvar lokaðar til kl. 14,“ segir í tilkynningu á vef Bláa lónsins.

Lónið þurfti einnig að loka vegna mengunar fyrr í vikunni.

Frá eldgosinu. Mynd tekin 7. apríl.
Frá eldgosinu. Mynd tekin 7. apríl. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson
mbl.is