Jarðskjálftahrina hafin á Reykjanesskaga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 14. apríl 2024

Jarðskjálftahrina hafin á Reykjanesskaga

Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá því klukkan 12.33 við Lágafell, suðvestur af Þorbirni, á Reykjanesskaga. Þar hafa um 70 jarðskjálftar hafa mælst.

Jarðskjálftahrina hafin á Reykjanesskaga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 14. apríl 2024

Lágafell er suðvestur af Þorbirni.
Lágafell er suðvestur af Þorbirni. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá því klukkan 12.33 við Lágafell, suðvestur af Þorbirni, á Reykjanesskaga. Þar hafa um 70 jarðskjálftar hafa mælst.

Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá því klukkan 12.33 við Lágafell, suðvestur af Þorbirni, á Reykjanesskaga. Þar hafa um 70 jarðskjálftar hafa mælst.

„Við höldum áfram að fylgjast með stöðunni og hvort að það séu einhverjar breytingar, en eins og er þá erum við ekki að sjá neinar breytingar á neinu í kring,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hún segir að mögulega sé spennubreyting á svæðinu en þó er ekki vitað fyrir víst hvað er að valda þessu. Spurð hvort að þetta sé merki um að eitthvað stærra sé í vændum, eins og til dæmis eldgos, segir Bryndís svo ekki vera á þessari stundu.

„Við erum bara að fylgjast með hvort að það séu einhverjar nýjar vísbendingar að koma inn eða ekki.“

Skjáskot/Veðurstofa Íslands
mbl.is