Um níutíu skjálftar í hrinunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 15. apríl 2024

Um níutíu skjálftar í hrinunni

Ekki hefur mælst skjálftavirkni við Lágafell, skammt norðvestur af Grindavík, það sem af er þessum degi frá miðnætti.

Um níutíu skjálftar í hrinunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 15. apríl 2024

Frá eldgosinu við Sundhnúkagíga. Hrina smáskjálfta hófst við Lágafell eftir …
Frá eldgosinu við Sundhnúkagíga. Hrina smáskjálfta hófst við Lágafell eftir hádegi í gær. Hörður Kristleifsson

Ekki hefur mælst skjálftavirkni við Lágafell, skammt norðvestur af Grindavík, það sem af er þessum degi frá miðnætti.

Ekki hefur mælst skjálftavirkni við Lágafell, skammt norðvestur af Grindavík, það sem af er þessum degi frá miðnætti.

Hrina smáskjálfta hófst þar eftir hádegi í gær og mældust um níutíu skjálftar. Voru þeir allir undir 1 að stærð og flestir á um 2-4 kílómetra dýpi.

Jarðvísindamenn Veðurstofunnar segja hrinuna líklega afleiðingu spennubreytinga í jarðskorpunni, vegna áframhaldandi landriss í Svartsengi.

Með tilkynningu frá Veðurstofunni fylgir samsett graf, sem sjá má að ofan, sem sýnir staðsetningu skjálftanna á korti og dýpt þeirra.

Efst til hægri er sýnd stærð skjálfta frá hádegi í gær þar til í gærkvöldi. Þar fyrir neðan er uppsafnaður fjöldi skjálfta og neðst fjöldi skjálfta á klukkustund.

mbl.is