Fjölskyldan var að fara á taugum heima í stofu

Dagmál | 27. apríl 2024

Fjölskyldan var að fara á taugum heima í stofu

„Það er allt annað að fara út að keppa, samanborið við það að keppa hérna heima,“ sagði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir í Dagmálum.

Fjölskyldan var að fara á taugum heima í stofu

Dagmál | 27. apríl 2024

„Það er allt annað að fara út að keppa, samanborið við það að keppa hérna heima,“ sagði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir í Dagmálum.

„Það er allt annað að fara út að keppa, samanborið við það að keppa hérna heima,“ sagði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir í Dagmálum.

Eygló, sem er 22 ára gömul, stefnir á að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París í sumar en hún varð Evrópumeistari unglinga í október árið 2022 í Albaníu og varð um leið fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í lyftingum.

Ætlaði að opna í 86kg

Eygló fór á sitt fyrsta stórmót erlendis árið 2021 þegar hún keppti á Evrópumeistaramóti unglinga.

„Ég ætlaði að opna í 86kg en missi lyftuna tvisvar sinnum,“ sagði Eygló.

„Ég ákvað að taka 89kg næst, þar sem mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa. Fjölskyldan mín heima var að horfa á þetta og þau voru að fara á taugum.

Ég náði að lyfta 89kg, sem var léttasta lyfta sem ég hef tekið, og þetta var því allt í hausnum á mér,“ sagði Eygló meðal annars.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is