Áður séð sama fjölda manndrápsmála

Dagmál | 30. apríl 2024

Áður séð sama fjölda manndrápsmála

Fjöldi manndrápsmála á Íslandi síðustu tólf mánuði hefur vakið óhug. Átta slík mál hafa komið upp á síðustu tólf mánuðum hér á landi. Fimm mál voru rannsökuð í fyrra og þrjú mál eru til rannsóknar það sem af er ári.

Áður séð sama fjölda manndrápsmála

Dagmál | 30. apríl 2024

Fjöldi manndrápsmála á Íslandi síðustu tólf mánuði hefur vakið óhug. Átta slík mál hafa komið upp á síðustu tólf mánuðum hér á landi. Fimm mál voru rannsökuð í fyrra og þrjú mál eru til rannsóknar það sem af er ári.

Fjöldi manndrápsmála á Íslandi síðustu tólf mánuði hefur vakið óhug. Átta slík mál hafa komið upp á síðustu tólf mánuðum hér á landi. Fimm mál voru rannsökuð í fyrra og þrjú mál eru til rannsóknar það sem af er ári.

„Við vorum með fimm manndráp í fyrra en við sáum líka fimm manndráp árið 2000, þannig að þetta er ekki tala sem við höfum aldrei áður séð,“ segir Guðbjörg S. Bergsdóttir verkefnastjóri hjá gagnavísinda- og upplýsingadeild við embætti ríkislögreglustjóra, sem vinnur við að skoða tölfræði og taka hana saman, þegar kemur að afbrotum á Íslandi.

Hún segir of snemmt að segja til um einhverja fjölgun manndrápa á Íslandi út frá þessum tölum. Hún vitnar til áranna 1999 - 2003 þegar hlutfall manndrápa miðað við íbúafjölda var sambærilegt miðað við það sem við nú sjáum.

Karlmenn gerendur í 90% tilvika

Meirihluti gerenda í þeim málum sem nefnd eru hér að ofan eru Íslendingar. Karlmenn eru gerendur í 90% þeirra manndrápsmála sem upp hafa komið á öldinni. Ríflega helmingur málanna ber með sér að þau tengjast neyslu og að gerandi og þolandi hafi þekkst.

Manndrápstíðni á Íslandi er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum og er það hlutfall svipað og í Noregi. Finnland hefur skorið sig nokkuð úr og verið með hærra hlutfall slíkra mála að teknu tilliti til fjölda íbúa. Vart hefur orðið við fjölgun manndrápa bæði í Danmörku og í Svíþjóð, síðustu ár.

Í fyrra varð fjölgaði alvarlegum ofbeldisbrotum verulega á Íslandi en það ár sker sig úr í samanburði við fyrri ár. Guðbjörg segir að grannt sé fylgst með áframhaldandi þróun á þeim málaflokki.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is