Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar

Forsetakosningar 2024 | 9. maí 2024

Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar

Marktæk breyting varð á fylgi Höllu Hrundar Logadóttur fyrir og eftir síðasta föstudag. Þann dag tók Halla þátt í kappræðum forsetaframbjóðenda á Ríkisútvarpinu auk þess sem hún var viðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum á mbl.is.

Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar

Forsetakosningar 2024 | 9. maí 2024

Halla Hrund Logadóttir er enn vinsælasti frambjóðandinn, en eitthvað virðist …
Halla Hrund Logadóttir er enn vinsælasti frambjóðandinn, en eitthvað virðist hafa gerst í kappræðunum sem gerði suma tvístígandi. mbl.is/Arnþór

Marktæk breyting varð á fylgi Höllu Hrundar Logadóttur fyrir og eftir síðasta föstudag. Þann dag tók Halla þátt í kappræðum forsetaframbjóðenda á Ríkisútvarpinu auk þess sem hún var viðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum á mbl.is.

Marktæk breyting varð á fylgi Höllu Hrundar Logadóttur fyrir og eftir síðasta föstudag. Þann dag tók Halla þátt í kappræðum forsetaframbjóðenda á Ríkisútvarpinu auk þess sem hún var viðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum á mbl.is.

Fyrir kappræður Rúv sögðust 33% landsmanna ætla að kjósa Höllu Hrund sem forseta, ef marka má þjóðgátt Maskínu. Í fyrstu mælingum eftir kappræðurnar sat fylgi hennar aftur á móti í tæplega 23%. Munar þar tæplega 10 prósentustigum.

Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður, en þó er hlutfall þeirra sem ekki vilja Höllu Hrund sem forseta lægst allra.

Könnunin var framkvæmd dagana 30. apríl til 8. maí. Þess ber að geta að Halla Hrund mældist með mest fylgi allra frambjóðenda í heildina, eða 29,7%. 

Jón jók fylgið

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu. Alls voru svarendur 1.236 talsins.

Mesta breytingin sem mældist á fylgi fyrir og eftir kappræðurnar var hjá Jóni Gnarr en hann jók fylgi sitt úr 10% í 14%.

Breytingin fyrir og eftir kappræður hjá hinum tveimur sem mest fylgi hafa, Baldri Þóhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur, eru óverulegar, segir í tilkynningu Maskínu.

Þessar breytingar og hjá öðrum frambjóðendum eru ekki marktækar.

Flestir vilja síst Katrínu

Þegar skoðað er hvern fólk vill síst fá sem forseta þá er staðan sú að rúmlega 41% vill síst frá Katrínu og breytast tölur nánast ekkert fyrir og eftir kappræður.

Um þriðjungur vill Jón Gnarr síst en hlutfallið breytist einnig honum í hag eftir kappræður um rúmlega 6 prósentustig.

Rúmlega 14% vilja Baldur Þórhallsson síst og þar breyttu kappræður nánast engu. En eins og áður sagði eru tæplega 12% sem vilja Höllu Hrund síst, en mun hærra hlutfall (18,5%) eftir kappræður en fyrir.

mbl.is