„Þegar ég verð forseti þessa lands“

Dagmál | 9. maí 2024

„Þegar ég verð forseti þessa lands“

Evert Víglundsson líkamsræktarfrömuður ólst upp á Húsavík. Hann segist alla tíð hafa verið virkur og spenntur fyrir að stunda alls kyns íþróttir. Hefur hann stundað íþróttir af krafti frá unga aldri og segir frá því í Dagmálum hversu góður hans grunnur hafi verið til að byggja í átt að árangri.

„Þegar ég verð forseti þessa lands“

Dagmál | 9. maí 2024

Evert Víglundsson líkamsræktarfrömuður ólst upp á Húsavík. Hann segist alla tíð hafa verið virkur og spenntur fyrir að stunda alls kyns íþróttir. Hefur hann stundað íþróttir af krafti frá unga aldri og segir frá því í Dagmálum hversu góður hans grunnur hafi verið til að byggja í átt að árangri.

Evert Víglundsson líkamsræktarfrömuður ólst upp á Húsavík. Hann segist alla tíð hafa verið virkur og spenntur fyrir að stunda alls kyns íþróttir. Hefur hann stundað íþróttir af krafti frá unga aldri og segir frá því í Dagmálum hversu góður hans grunnur hafi verið til að byggja í átt að árangri.

Aukin síma- og tölvunotkun ógnar heilbrigði

Evert segir nauðsynlegt að foreldrar barna í dag beiti sér sérstaklega fyrir því að börn þeirra stundi íþróttir. Segir hann mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín því það er svo margt í umhverfinu sem steðjar að og ógnar heilbrigði nútímafólks og dregur úr því að börn stundi hreyfingu eins og tíðkaðist áður. Að sögn Everts spila tölvur og símar þar stórt hlutverk.

„Það er svo mikið annað áreiti á krakkana okkar sem er voða auðvelt að sækja í eins og símarnir og tölvuspilin. Þannig það þarf meira að ýta þeim í hreyfingu. Sem ég held að ætti að vera skylda,“ segir Evert.

„Ég er nú ekki í forsetaframboði en ég segi stundum „þegar ég verð forseti þessa lands þá mun ég bæta við miklu meiri hreyfingu í skólana.“ Það er eitt af því sem sem ég myndi berjast fyrir.“

Vill vera fyrirmynd 

Evert segist alltaf hafa hugsað að vilja lifa sínu lífi á heilbrigðan og góðan hátt og vera fyrirmynd fyrir aðra. Hann vill geta sýnt fólki það svart á hvíti hvað er gott og hvað virkar frekar en að segja það. Orð eru ekki alltaf jafn sterk og sýnilegur árangur.

„Ég hef alltaf lagt áherslu á það. Ég er fyrirmynd og ég vil vera fyrirmynd þannig ég vil að það sem ég er að gera með mitt líf að það leiði til einhvers betra líka fyrir aðra,“ lýsir hann. 

„Ég held að það sé miklu sterkari fyrirmynd. Sá sem gerir og gengur í hlutina en er ekki bara að tala um þá.“

Aldrei börnunum að kenna

Evert segir það aldrei á ábyrgð barna að passa upp á mataræði, hreyfingu eða annað sem kemur að því að huga vel að heilsu og tileinka sér heilbrigðan lífstíl. Það segir hann algerlega vera á ábyrgð foreldra og forráðamanna.

„Það er aldrei þeim að kenna ef þau eru ekki að stunda íþróttir eða borða hollan mat eða hvað sem það er sem þau ættu að vera gera meira af.“

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt ger­ast áskrif­andi að vikupassa Dag­mála.

Smelltu hér til að horfa á Dag­mál

mbl.is