Vika í helvíti sem tók á frá fyrstu mínútu

Dagmál | 10. maí 2024

Vika í helvíti sem tók á frá fyrstu mínútu

Evert Víglundsson hefur marga fjöruna sopið í heilsurækt í gegnum árin. Hann hefur verið duglegur við að prófa nýjar aðferðir við heilsurækt og kynna þær fyrir landsmönnum.

Vika í helvíti sem tók á frá fyrstu mínútu

Dagmál | 10. maí 2024

Evert Víglundsson hefur marga fjöruna sopið í heilsurækt í gegnum árin. Hann hefur verið duglegur við að prófa nýjar aðferðir við heilsurækt og kynna þær fyrir landsmönnum.

Evert Víglundsson hefur marga fjöruna sopið í heilsurækt í gegnum árin. Hann hefur verið duglegur við að prófa nýjar aðferðir við heilsurækt og kynna þær fyrir landsmönnum.

Til að mynda var Evert sá fyrsti til að öðlast þjálfararéttindi sem Crossfit-þjálfari hér á landi, stofnaði og opnaði Boot Camp ásamt fleirum og nú ætlar hann að kynna landsmönnum fyrir spennandi nýjung í heilsurækt. Það er er svokallað Hyrox en sú heilsurækt á uppruna sinn að rekja til Þýskalands. 

Evert var gestu Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum á dögunum. 

Skorast sjaldan undan 

Evert er einn af eigendum Crossfit Reykjavík en á dögunum varð Crossfit Reykjavík fyrsta Hyrox-stöð landsins ásamt því að halda áfram að vera Crossfit-stöð.

Að sögn Everts hefur hann aldrei verið hræddur við að prófa erfiðar og nýjar áskoranir eins og Spartan-hlaup eða herþjálfun. Evert er einn þeirra sem hefur upplifað margs konar ævintýri yfir ævina. Er honum sérlega minnisstætt þegar leið hans lá til Bandaríkjanna í grunnþjálfun ofurhermanna bandaríska sjóhersins, eða Navy seals-þjálfun sem heitir Hell week.

Fór í gegnum grunnþjálfun ofurhermanna

Evert ásamt vinum sínum fór til Bandaríkjanna og prufaði að fara í gegnum svokallað Hell week. Vikan líkir eftir sex vikna prógrammi ofurhermanna sérsveita bandaríska sjóhersins og þar fær venjulegt fólk að reyna á sig og sjá hvort það stenst þessa erfiðu viku í þjálfun.

„Þeim er haldið svefnvana, köldum, blautum og vannærðum í viku, bara hræðilegt. Ætli hugmyndin sé ekki bara til að herða þá. Eða nei, það er til þess að sía þá út sem ekki hafa andlega styrkinn sem þarf í það sem ég ímynda mér að séu erfiðar aðstæður í alls konar stríðum eða átökum,“ lýsir Evert.

Borguðu fyrir þjáninguna

Evert og vinir hans tveir komust allir í gegnum þjálfunina. Hann segir að nokkra hafa hætt áður en vikan kláraðist og að meira segja hafi einn gefist upp á fyrsta hálftímanum. Svo mikið var harðræðið.

Þeir félagarnir ferðuðust saman til Georgíu-fylkis og þar lá leið þeirra í virki sem var inni á herstöð.

„Við mætum bara við hliðið, nýkomnir úr flugi og leggjum bílnum okkar og hittum sem sagt þessa hermenn sem stýra þessu. Við nýkomnir úr flugi á gallabuxum og lakkskóm,“ segir hann. 

Hermennirnir sem tóku á móti þeim buðu þá velkomna og tóku því næst farangur þeirra sem þeir settu í bíllinn. Upplýsingarnar sem Evert og félagar fengu á þessum timapunkti voru þær að þeim yrði svo sýnt hvar vistarverur þeirra yrðu staðsettar. 

„Bílstjórinn fer inn í bílinn og einhver annar með honum og við ætlum að fara í bílinn líka. En þeir bara „nei nei nei, við keyrum, þið hlaupið. Þið eltið okkur bara“,“ minnist Evert.  

Að sögn Everts áttu þeir ekki von á þessari vikubyrjun. Var þeim gert að hlýða svo þeir hlupu á eftir bílnum í lakkskóm og gallabuxum í rúmlega klukkustund. Evert segir að vikan hafi einkennst af nákvæmlega svona harðstjórn. Lítill svefn og mikið af líkamlegu og andlegu erfiði.

„Eru þið fávitar?“

Evert lýsir því hvernig þjálfunin gekk fyrir sig. Voru þeir félagar látnir standa í röð og gera æfingar og í hvert sinn sem þeir hófust handa við að leysa þrautirnar sem fyrir þá voru settar var skilyrðunum breytt. Evert segir á hafa verið kallaða ýmsum nöfnum og fengnir til að byrja upp á nýtt.

„Og við hlóum inn í okkur allan tímann,“ sagði Evert.

Hjóluðu saman yfir Kjöl

Evert segir herþjálfunina hafa gert sér mikið gagn. Hann hafi öðlast enn meiri þrautsegju í leik og starfi.

„Ég er aldrei að fara að hætta í einhverju. Við hjóluðum einu sinni á Akureyri yfir Kjöl við þrír. Við lögðum af stað á hádegi á föstudegi frá Ingólfstorgi og Biggi fékk hjól lánað frá frænku sinni daginn áður. Það var meira að segja með dúskum á stýrinu,“ segir Evert sem á margar góðar og ótrúlegar sögur af uppátækjum þríeykisins. 

Hann rifjaði það upp þegar þeir voru staddir á miðjum Kjalveginum. Þegar þeir félagar voru búnir að hjóla í 18 klukkustundir í rigningu og roki þar sem þeir sátu í fylgdarbílnum og borðuðu Snickers og samlokur. Rokið var svo mikið að hjólin þeirra fuku í burtu. Þeir létu það ekki á sig fá og voru hvergi nærri á því að hætta að hjóla.

Smelltu hér til að hlusta á allt viðtalið við Evert í Dagmálum.

mbl.is