Viltu verða milljónamæringur um sextugt?

Dagmál | 13. maí 2024

Viltu verða milljónamæringur um sextugt?

Fólk sem nú er að koma inn á vinnumarkaðinn á Íslandi getur vænst þess að eiga digran séreignarsjóð þegar það kemur á lífeyrisaldur, svo fremi að það hugi að sínum málum tímanlega.

Viltu verða milljónamæringur um sextugt?

Dagmál | 13. maí 2024

Fólk sem nú er að koma inn á vinnumarkaðinn á Íslandi getur vænst þess að eiga digran séreignarsjóð þegar það kemur á lífeyrisaldur, svo fremi að það hugi að sínum málum tímanlega.

Fólk sem nú er að koma inn á vinnumarkaðinn á Íslandi getur vænst þess að eiga digran séreignarsjóð þegar það kemur á lífeyrisaldur, svo fremi að það hugi að sínum málum tímanlega.

Björn Berg Gunnarsson er sjálfstæður fjármálaráðgjafi sem sérhæfir sig í lífeyriskerfinu og hefur verið að halda námskeið um það hlaðborð sem lífeyriskerfið býður upp á. 

Hann er gestur Dagmála í dag og fer þar yfir hvernig lífeyriskerfið virkar og hvaða rétt launafólk á og hvenær hann virkjast.

Eitt af því sem hann bendir á er að í dag er fólk gjarnan að leysa út séreignarsparnað sem nemur einhverjum milljónum króna hafi hann ekki verið nýttur fram til þessa. Hann bendir hins vegar á að eftir tuttugu til þrjátíu ár muni fólk fara að leysa út mun hærri fjárhæðir, eða jafnvel hundrað milljónir eða meira. Það er hans mat að þessi staða muni hafa í för með sér grundvallarbreytingu fyrir íslenskt samfélag. Fólk um og yfir sextugt muni hafa mikinn kaupmátt og það muni leiða til þess að fólk hagi starfslokum sínum með öðrum hætti.

Yfirferð á mannamáli

Í þætti dagsins er farið yfir þessi mál á mannamáli og reynt að draga fram hvenær réttindi virkjast og hvað þarf að hafa í huga þegar teknar eru ákvarðanir um töku lífeyris. Björn bendir á að ekki sé hægt að alhæfa í þessum málum því aðstæður hvers og eins spila inn í og ekki síður væntingar og vilji.

Á að byrja á að taka lífeyri við sextugs aldur? Því fylgja kostir og gallar. Björn Berg fer yfir þá hluti. Hann segir ólík sjónarmið ráða för. Margir eru uppteknir af því að tryggja afkomendum sínum gott vegarnesti þegar þeir falla frá. Sífellt fleiri horfa til stöðunnar – á meðan að heilsan leyfir.

Hann hvetur fólk til að kynna sér sín réttindi þó svo að þetta kunni að virðast flókið og leiðinlegt og bendir á að fólk sé aldrei á betra tímakaupi á ævinni ef það hugar að þessum málum snemma og tekur ákvarðanir í samræmi við væntingar og áætlanir. Með fréttinni fylgir stuttur kafli úr viðtalinu þar sem Björn Berg ræðir um séreignarsparnað þeirra kynslóða sem eru að koma, eða nýlega komnar út á vinnumarkaðinn.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is