Rólegt á vakt Veðurstofunnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. maí 2024

Rólegt á vakt Veðurstofunnar

Rólegt er á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands þessa stundina þegar blaðamaður mbl.is hafði samband.

Rólegt á vakt Veðurstofunnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. maí 2024

Kviku­söfn­un und­ir Svartsengi er áfram stöðug.
Kviku­söfn­un und­ir Svartsengi er áfram stöðug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rólegt er á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands þessa stundina þegar blaðamaður mbl.is hafði samband.

Rólegt er á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands þessa stundina þegar blaðamaður mbl.is hafði samband.

Að sögn náttúruvársérfræðings hefur lítið verið að frétta af Reykjanesskaganum frá því í dag þegar Veðurstofan tilkynnti að heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi hefði aldrei verið meira frá því fyrir 10. nóvember, þegar stóri kvikugangurinn myndaðist og rýma þurfti Grindavíkurbæ.

Veðurstofan fylgist með svæðinu en talið er að auknar líkur séu á kvikuhlaupi og eldgosi á næstu dögum. Fyrirvari á eldgosi geti verið mjög stuttur.

mbl.is