Stefnir á „stóru sexuna“ í maraþoni

Dagmál | 18. maí 2024

Stefnir á „stóru sexuna“ í maraþoni

Nýkjörinn biskup Íslands stefnir á að klára sex stærstu maraþonhlaup í heiminum. Hún hefur þegar lokið fjórum þeirra en á eftir að hlaupa í Tókýó og Boston og þá fær hún hinn eftirsótt verðlaunapening sem staðfestingu á að hún hafi klárað „stóru sexuna.“

Stefnir á „stóru sexuna“ í maraþoni

Dagmál | 18. maí 2024

Nýkjörinn biskup Íslands stefnir á að klára sex stærstu maraþonhlaup í heiminum. Hún hefur þegar lokið fjórum þeirra en á eftir að hlaupa í Tókýó og Boston og þá fær hún hinn eftirsótt verðlaunapening sem staðfestingu á að hún hafi klárað „stóru sexuna.“

Nýkjörinn biskup Íslands stefnir á að klára sex stærstu maraþonhlaup í heiminum. Hún hefur þegar lokið fjórum þeirra en á eftir að hlaupa í Tókýó og Boston og þá fær hún hinn eftirsótt verðlaunapening sem staðfestingu á að hún hafi klárað „stóru sexuna.“

Guðrún Karls Helgudóttir er fyrirferðarmikið umfjöllunarefni í miðlum Árvakurs í aðdraganda hvítasunnu. Hún er í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu og var gestur Dagmála í vikunni. Séra Guðrún er mikil áhugamanneskja um hlaup og hefur alls hlaupið átta maraþonhlaup og eins og fyrr segir eru fjögur þeirra í hópi stærstu hlaupa sem haldin eru í heiminum. Hún vonast til að komast inn í Tókýó maraþonið í mars á næsta ári. Síðasta maraþon sem verðandi biskup tók þátt í var í nóvember sem leið þegar hún hljóp í New York maraþoninu.

Maraþonfrí

Guðrún ákvað að taka sér maraþonfrí á þessu ári enda segir hún að biskupskjörið hafi verið ígildi maraþons.

Hún á fleiri áhugamál og nefnir þar sérstaklega að hún sé mikil prjónakona og er stöðugt með einhver slík verkefni. Þá segir hún dugleg að lesa og fylgist vel með íslenskum skáldsögum og svo eiga sænskar glæpasögur sérstakan stað í huga hennar.

Með fréttinni fylgir brot úr viðtalinu þar sem Guðrún Karls Helgudóttir rættir maraþonhlaup og önnur áhugamál. Viðtalið í heild sinni geta áskrifendur Morgunblaðsins horft á undir Dagmálum. 

mbl.is