Táknræn handtökuskipun

Ísrael/Palestína | 20. maí 2024

Táknræn handtökuskipun

Handtökuskipun Alþjóðalega sakamáladómstólsins á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mun gera honum erfitt fyrir að ferðast út fyrir landamæri Ísraels og veikja hann á pólitíska sviðinu.

Táknræn handtökuskipun

Ísrael/Palestína | 20. maí 2024

Handtökuskipunin gæti haft í för með sér að eggja áfram …
Handtökuskipunin gæti haft í för með sér að eggja áfram mestu hauka Ísraels. AFP/Oren Ben Hakoon

Handtökuskipun Alþjóðalega sakamáladómstólsins á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mun gera honum erfitt fyrir að ferðast út fyrir landamæri Ísraels og veikja hann á pólitíska sviðinu.

Handtökuskipun Alþjóðalega sakamáladómstólsins á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mun gera honum erfitt fyrir að ferðast út fyrir landamæri Ísraels og veikja hann á pólitíska sviðinu.

Þetta segir Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, pró­fess­or í sögu Mið-Aust­ur­landa við Williams Col­l­e­ge í Massachus­sets-fylki Banda­ríkj­anna.

„Handtökuskipun gæti þó aftur á móti eggjað mestu hauka Ísraels til að auka í hörku stríðsins.“ 

Táknræn handtökuskipun 

„Það var auðvitað gefin út handtökuskipun bæði á hann og Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas, þannig þessu var ekki bara beint að Ísrael,“ segir Magnús og bendir á að í því samhengi verði hún táknræn að einhverju leyti. 

„Þetta er mjög táknrænt finnst mér og mun það verða erfitt fyrir Netanjahú að ferðast út fyrir landamæri Ísraels. Hann þarf að hugsa sinn gang um hvert hann fer og með hvaða hætti.“

Stríðið komið vel út fyrir rammann

„Þetta setur að sjálfsögðu meiri pressu á ríkisstjórnina þar og viðheldur umræðunni, sem hefur átt sér stað víða, um hver sé tilgangur með þessu stríði núna og af hverju verið sé að halda áfram að heyja þessa baráttu með þeim hætti sem þeir hafa verið að gera og hvert sé lokatakmark stríðsins. Hvað er í raun og veru í gangi þarna?“ segir hann og bætir því við að þessi handtökuskipun dómstólsins sé kannski vísun í það að þetta stríð hafi farið vel út fyrir rammann.

Vísar Magnús til þess að um helgina hafi háttsettir embættismenn innan þjóðstjórnar Ísraels gagnrýnt framferði Netanjahú á Gasasvæðinu. Segir hann það jafnframt þrengja að stöðu hans og að með handtökuskipuninni sé enn harðar þrengt að honum.

mbl.is