Amal Clooney veitti ráðgjöf varðandi handtökuskipanirnar

Ísrael/Palestína | 21. maí 2024

Amal Clooney veitti ráðgjöf varðandi handtökuskipanirnar

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney var sérfræðingur í nefnd sem mælti með handtökuskipunum á hendur leiðtoga Ísraels og Hamas. 

Amal Clooney veitti ráðgjöf varðandi handtökuskipanirnar

Ísrael/Palestína | 21. maí 2024

Amal Clooney var einn átta sérfræðinga sem mæltu með handtökuskipunum …
Amal Clooney var einn átta sérfræðinga sem mæltu með handtökuskipunum á hendur leiðtoga Ísraels og Hamas. Samsett mynd/AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney var sérfræðingur í nefnd sem mælti með handtökuskipunum á hendur leiðtoga Ísraels og Hamas. 

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney var sérfræðingur í nefnd sem mælti með handtökuskipunum á hendur leiðtoga Ísraels og Hamas. 

Var Clooney einn átta sérfræðinga sem saksóknari Alþjóða sakamáladómstólsins, Karim Khan, fól að fara yfir sönnunargögn og lagagreiningu málsins sem hann lagði fyrir alþjóðadómstólinn á mánudag.

Meðal nefndarmanna voru einnig Theodor Meron, fyrrum ísraelskur embættismaður og dómari í málum Rúanda og Júgóslavíu við alþjóðadómstólinn, sem sjálfur lifði af helförina; og Adrian B. Fulford, fyrrverandi dómari við Alþjóða sakamáladómstólinn og áfrýjunardómstól Englands og Wales. 

Saksóknari alþjóðlega sakamáladómstólsins, Karim Khan.
Saksóknari alþjóðlega sakamáladómstólsins, Karim Khan. AFP

Mætti gagnrýni fyrir þögn sína

Hafði Clooney fram til þessa mætt gagnrýni fyrir að tjá sig ekki um átökin á Gasasvæðinu en hún hefur starfað sem mannréttindalögfræðingur til margra ára og hefur áður komið við sögu í fjölda mála hjá Alþjóða sakamáladómstólnum. 

Birti Clooney yfirlýsingu varðandi málið á heimasíðu góðgerðasamtaka hennar og eiginmanns hennar, George Clooney, The Clooney Foundation for Justice. Sagði Clooney niðurstöður nefndarinnar hafa verið einróma þrátt fyrir fjölbreyttan bakgrunn nefndarmanna.

„Ég sat í þessari nefnd vegna þess að ég trúi á réttarríki og nauðsyn þess til að vernda líf óbreyttra borgara. Lögin sem vernda óbreytta borgara í stríðsástandi var komið á fyrir yfir 100 árum og gilda í öllum löndum óháð ástæðu átakanna,“ segir í yfirlýsingunni.

Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels.
Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels. AFP

Einróma um stríðsglæpi

Er kraf­an lögð fram á grund­velli stríðsglæpa og glæpa gegn mann­kyn­inu vegna hryðju­verk­anna 7. októ­ber og stríðsins sem hef­ur geisað á Gasasvæðinu síðan.

Er farið fram á handtökuskipanir á hendur forseta Ísraels, Benjanín Netanjahú, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, Yoav Gall­ant, leiðtoga Ham­as á Gasasvæðinu, Ya­hya Sinw­ar, leiðtoga hernaðarvængs Hamas, Mohammed Deif og pólitískum leiðtoga Hamas, Ismail Haniyeh. 

Sagði í yfirlýsingu Clooney að nefndin hefði sömuleiðis verið einróma um að leiðtogar Hamas hefðu framið stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, þar á meðal gíslatöku, morð og kynferðisofbeldi. 

Einnig væru réttmætar forsendur fyrir því að Netanjahú og ísraelski varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefðu framið stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, m.a. með því að beita hungri sem hernaðarvopni, morð, ofsóknir og útrýmingar.

Frá vinstri: Ismail Haniyeh, Mohammed Deif og Yahya Sinwar leiðtogar …
Frá vinstri: Ismail Haniyeh, Mohammed Deif og Yahya Sinwar leiðtogar innan Hamas-samtakanna. AFP

Engin yfir lög hafinn

Ísrael, líkt og Bandaríkin, er ekki aðili að alþjóðasáttmálanum sem er stoð dómstólsins og samþykkir því ekki lögsögu hans en Amal Clooney lætur það sig litlu varða.   

„Ég samþykki ekki að nein átök séu utan seilingar laganna, né að gerendur séu yfir lög hafnir,“ sagði Clooney í tilkynningu sinni. 

mbl.is