Segir Ísraela ekki fremja þjóðarmorð

Ísrael/Palestína | 21. maí 2024

Segir Ísraela ekki fremja þjóðarmorð

Joe Biden Bandaríkjaforseti kom bandamönnum sínum í Ísrael til varnar í ræðu í Hvíta húsinu í gær og neitaði því að sókn Ísraela á Gasasvæðið væri þjóðarmorð.

Segir Ísraela ekki fremja þjóðarmorð

Ísrael/Palestína | 21. maí 2024

Biden hélt ræðu sína í Hvíta húsinu í Washington-borg í …
Biden hélt ræðu sína í Hvíta húsinu í Washington-borg í Bandaríkjunum í tilefni mánuðar tileinkuðum ættjarðartengslum bandarískra gyðinga. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Bandaríkjaforseti kom bandamönnum sínum í Ísrael til varnar í ræðu í Hvíta húsinu í gær og neitaði því að sókn Ísraela á Gasasvæðið væri þjóðarmorð.

Joe Biden Bandaríkjaforseti kom bandamönnum sínum í Ísrael til varnar í ræðu í Hvíta húsinu í gær og neitaði því að sókn Ísraela á Gasasvæðið væri þjóðarmorð.

„Það sem er að gerast er ekki þjóðarmorð, við höfnum því,“ sagði Biden og vísaði til ásakana Suður-Afríku um hið gagnstæða innan Alþjóðdómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag.

Forsetinn bandaríski ítrekaði einnig að hann fordæmir handtökuskipun Alþjóðlega saka­mála­dóm­stólsins (ICC) gegn leiðtogum Ísraels.

Biden hélt ræðu sína í Hvíta húsinu í Washington-borg í Bandaríkjunum í tilefni mánaðar tileinkuðum ættjarðartengslum bandarískra gyðinga.

Hann sagði stuðning Bandaríkjanna við Ísrael vera skotheldan. Samt sem áður hefur samband Bandaríkjanna verið óvenju stirt síðustu vikur.

Biden lýsti því yfir 8. maí að hann hefði í hyggju að stöðva send­ing­ar banda­rískra vopna­birgða til Ísra­els. Almennir borgarar hefðu fallið vegna notkunar vopnanna, og ómögu­legt væri að segja til um hvort Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, fyr­ir­skipaði stór­sókn að borginni Rafah.

Tvær handtökuskipanir 

ICC fór í gær fram á hand­töku­skip­an­ir á hend­ur Net­anja­hú og Ya­hya Sinw­ar, leiðtoga Ham­as-samtakanna á Gasa.

Kraf­an var lögð fram á grund­velli stríðsglæpa og glæpa gegn mann­kyn­inu vegna hryðju­verk­anna 7. októ­ber og stríðsins sem hef­ur geisað á Gasa eft­ir þau.

mbl.is