Forsetinn skynjar andann í samfélaginu

Forsetakosningar 2024 | 25. maí 2024

Forsetinn skynjar andann í samfélaginu

Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr segir kosningabaráttuna hafa komið sér á vissan hátt á óvart.

Forsetinn skynjar andann í samfélaginu

Forsetakosningar 2024 | 25. maí 2024

Jón Gnarr hefur komið víða við og er fyrir löngu …
Jón Gnarr hefur komið víða við og er fyrir löngu orðinn landsþekktur. mbl.is/Eyþór Árnason
Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr segir kosningabaráttuna hafa komið sér á vissan hátt á óvart.

Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr segir kosningabaráttuna hafa komið sér á vissan hátt á óvart.

<div><br/>„Hún er miklu pólitískari en ég átti von á en það helgast fyrst og fremst af því að Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson eru sterkir frambjóðendur með mikla pólitíska tengingu. Mér fannst Baldur vera strax með pólitískar áherslur í sínu ávarpi og nánast eins og hann væri að bjóða sig fram til þings. Katrín kemur beint úr ríkisstjórninni inn í kosningabaráttuna eftir að hafa sagt sig frá forsætisráðherra embættinu. Ég átti von á því að pólitíkin yrði hluti af þessu en hélt að þetta yrði fjölbreyttara. Umræðan um málskotsréttinn hefur verið áberandi. Staða forsetans gagnvart Alþingi, lagasetningu og stjórnarmyndunum er þó eitthvað sem má gefa gaum því pólitískt vald forsetans er svolítið afstætt,“ segir Jón en að hans mati er forsetinn í takti við stemninguna í landinu á hverjum tíma. <br/><br/>„Fyrir mér er forsetinn stemningsmaður. Þá á ég við einstakling sem er í nánu sambandi við íslensku þjóðina, fylgist vel með því sem er í gangi og skynjar andann í samfélaginu. Forsetinn getur blásið þjóðinni hugrekki í brjóst þegar á móti blæs. Huggar og styrkir þegar áföll verða en gleðst með þjóðinni þegar vel gengur. Er umboðsmaður þjóðarinnar inn á við og fulltrúi hennar út á við. Það finnst mér fyrst og fremst vera hlutverk forseta Íslands. Þessu mætti kannski líkja við góðan fyrirliða í íþróttaliði sem þjappar fólki saman og gætir þess að enginn verði út undan. Jafningi annarra sem hefur víðtækara hlutverk,“ segir Jón Gnarr meðal annars. <br/><br/><em><strong>Ítarlegt viðtal við Jón og fleiri frambjóðendur er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. </strong></em></div>
mbl.is